Dýralæknafélagið gagnrýnir ummæli Ingu og kallar eftir yfirvegun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 11:45 „Það slær okkur öll þegar við horfum upp á illa meðferð á dýrum og allir eru sammála um að það á aldrei að líðast. Æsifréttamennska og einhliða umræða er hins vegar ekki liður í því að bæta velferð dýra hérlendis,“ segir í færslu Dýralæknafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Dýralæknafélag Íslands segist fagna aukinni umræðu um velferð dýra en vill leggja áherslu á að opinber umræða um málaflokkinn sé málefnaleg og öguð. Félagið fordæmir ummæli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um yfirdýralækni. „Yfirdýralæknir gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki hérlendis og hefur yfirumsjón með forvörnum, heilbrigði og velferð dýra. Yfirdýralækni ber, eins og öðrum embættismönnum, að starfa eftir þeim lögum og reglum sem sett eru um störf hans og störf Matvælastofnunar,“ segir í Facebook-færslu Dýralæknafélagsins. „Ekki hafa verið lögð fram nein gögn sem styðja fullyrðingar Ingu Sæland um að yfirdýralæknir eða annað starfsfólk Matvælastofnunar hafi ekki uppfyllt sínar starfsskyldur. DÍ undirstrikar að slík ummæli, þar sem vegið er að starfsheiðri opinberra starfsmanna sem bundnir eru trúnaði um störf sín, þurfi að rökstyðja en ekki byggja á persónulegum skoðunum.“ Félagið er að vísa til viðbragða Ingu við Kveiks-þætti þar sem fjallað var um blóðmerahald en í þættinum steig bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða við blóðtökuna. Inga sagði í samtali við RÚV að Matvæalstofnun hefði „verið með niðrum sig í mörg, mörg ár, ef ekki bara alltaf“ og að yfirdýralæknir væri ekki starfi sínu vaxinn. „Það þarf náttúrlega bara að gera gangskör í því að taka almennilega til, bæði hjá Mast og skipta um yfirdýralækni,“ sagði Inga. Dýraæknafélagið segir mikilvægt að staðreyndum sé haldið á lofti og vísa meðal annars til óháðrar blóðrannsóknar sem hafi verið framkvæmd en farið lágt í umræðunni. Persónulegar skoðanir og tilfinningar hafi verið lagðar að jöfnu við álit sérfræðinga. „Matvælastofnun, yfirdýralæknir eða aðrir dýralæknar eru ekki hafin yfir gagnrýni og fagnaði til að mynda DÍ úttekt Ríkisendurskoðunar á störfum Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum. Hins vegar hefur DÍ áhyggjur af þeirri þróun sem hefur orðið varðandi umræðu um dýravelferðarmál hérlendis. Því kallar DÍ sérstaklega eftir því að fjölmiðlar og opinberir aðilar vandi sína nálgun í þessum málum og byggi umræðuna á faglegum gögnum sem unnin eru af sérfræðingum,“ segir í Facebook-færslunni. „Það slær okkur öll þegar við horfum upp á illa meðferð á dýrum og allir eru sammála um að það á aldrei að líðast. Æsifréttamennska og einhliða umræða er hins vegar ekki liður í því að bæta velferð dýra hérlendis.“ Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Blóð er ekki mjólk Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. 29. febrúar 2024 11:00 Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. 28. febrúar 2024 20:01 Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
„Yfirdýralæknir gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki hérlendis og hefur yfirumsjón með forvörnum, heilbrigði og velferð dýra. Yfirdýralækni ber, eins og öðrum embættismönnum, að starfa eftir þeim lögum og reglum sem sett eru um störf hans og störf Matvælastofnunar,“ segir í Facebook-færslu Dýralæknafélagsins. „Ekki hafa verið lögð fram nein gögn sem styðja fullyrðingar Ingu Sæland um að yfirdýralæknir eða annað starfsfólk Matvælastofnunar hafi ekki uppfyllt sínar starfsskyldur. DÍ undirstrikar að slík ummæli, þar sem vegið er að starfsheiðri opinberra starfsmanna sem bundnir eru trúnaði um störf sín, þurfi að rökstyðja en ekki byggja á persónulegum skoðunum.“ Félagið er að vísa til viðbragða Ingu við Kveiks-þætti þar sem fjallað var um blóðmerahald en í þættinum steig bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða við blóðtökuna. Inga sagði í samtali við RÚV að Matvæalstofnun hefði „verið með niðrum sig í mörg, mörg ár, ef ekki bara alltaf“ og að yfirdýralæknir væri ekki starfi sínu vaxinn. „Það þarf náttúrlega bara að gera gangskör í því að taka almennilega til, bæði hjá Mast og skipta um yfirdýralækni,“ sagði Inga. Dýraæknafélagið segir mikilvægt að staðreyndum sé haldið á lofti og vísa meðal annars til óháðrar blóðrannsóknar sem hafi verið framkvæmd en farið lágt í umræðunni. Persónulegar skoðanir og tilfinningar hafi verið lagðar að jöfnu við álit sérfræðinga. „Matvælastofnun, yfirdýralæknir eða aðrir dýralæknar eru ekki hafin yfir gagnrýni og fagnaði til að mynda DÍ úttekt Ríkisendurskoðunar á störfum Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum. Hins vegar hefur DÍ áhyggjur af þeirri þróun sem hefur orðið varðandi umræðu um dýravelferðarmál hérlendis. Því kallar DÍ sérstaklega eftir því að fjölmiðlar og opinberir aðilar vandi sína nálgun í þessum málum og byggi umræðuna á faglegum gögnum sem unnin eru af sérfræðingum,“ segir í Facebook-færslunni. „Það slær okkur öll þegar við horfum upp á illa meðferð á dýrum og allir eru sammála um að það á aldrei að líðast. Æsifréttamennska og einhliða umræða er hins vegar ekki liður í því að bæta velferð dýra hérlendis.“
Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Blóð er ekki mjólk Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. 29. febrúar 2024 11:00 Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. 28. febrúar 2024 20:01 Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Blóð er ekki mjólk Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. 29. febrúar 2024 11:00
Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. 28. febrúar 2024 20:01
Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01