Enski boltinn

Rooney: Ég vil verða stjóri Man. Utd á næstu tíu árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Draumur Wayne Rooney um að stýra Manchester United lifir. Hér sést hann á leik Nottingham Forest og Manchester United í gær.
Draumur Wayne Rooney um að stýra Manchester United lifir. Hér sést hann á leik Nottingham Forest og Manchester United í gær. Getty/ Michael Regan

Wayne Rooney er ekki búinn að gefa upp vonina um að fá tækifæri til að stýra stórum liðum í ensku úrvalsdeildinni.

Metnaðarfullt markmið hans er að stýra annað hvort Manchester United eða Everton á næstum tíu árum.

Rooney hefur ekki gengið vel í sínum stjórastörfum hingað til og var látinn fara frá Birmingham City í janúar eftir að hafa aðeins unnið tvo af fimmtán leikjum. Hann fékk líka tækifæri hjá Derby og hjá D.C. United í Bandaríkjunum.

„Markmið mitt er að stýra Manchester United eða Everton því þú vilt komast í þessu stóru störf,“ sagði Wayne Rooney þegar hann var gestur Gary Lineker í þættinum Match of the Day í kringum bikarleik Nottingham Forest og Manchester United í gær.

„Þetta er ferli sem ég þarf að fara í gegnum og reyna með því að koma mér aftur á rétta leið. Ég vil komast aftur í stjórastarf og sjá til þess að á næstu tíu árum mun ég komast í eitt af þessu stóru störfum,“ sagði Rooney.

„Það er enginn vafi að ég vil fá annað tækifæri. Þetta var afturkippur hjá Birmingham en ég er baráttumaður og vil komast aftur inn. Það er hluti af starfinu að vera rekinn og það koma áföll inn á milli. Þetta snýst um það hvernig þú kemur til baka,“ sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×