Erlent

Fjölda saknað eftir snjó­flóð nærri Nuuk

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Snjóflóðið féll nálægt höfuðborginni fyrr í kvöld.
Snjóflóðið féll nálægt höfuðborginni fyrr í kvöld. Getty

Nokkurs fjölda er saknað eftir að snjóflóð féll í nágrenni við Nuuk, höfuðborg Grænlands.

Sermitsiaq.AG greinir frá því að hópur vélsleðamanna hafi grafist í flóðinu. Lögreglan getur þó ekki sagt til um fjölda þeirra sem leitað er að.

Snjóflóðið féll á svæði sem heitir Aqqitsoq vestan við Nuuk seint í kvöld.

„Lögreglan á Grænlandi stendur nú fyrir umfangsmikilli aðgerð í Nuuk í kringum Aqqitsoq-svæðið. Lögreglu hefur borist tilkynning um að nokkurra manna á vélsleðum sé saknað - líklega vegna snjóflóðs,“ kemur fram í færslu sem lögreglan á Grænlandi birti á Facebook síðu sína fyrir skemmstu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×