Skýringar manns sem greiddi táningsstúlku fyrir kynmök fráleitar Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2024 10:59 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Ungur maður hefur hlotið tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa samræði við táningsstúlku í sjö skipti og greiða henni fyrir það. Brotin sem málið varðar áttu sér stað frá október 2021 til janúar 2022, en þá var stúlkan fjórtán ára, en maðurinn verið tæplega tvítugur. Manninum var gefið að sök að hafa á umræddu tímabili hitt stúlkuna í bíl sínum sem hafi verið lagt á afviknum stöðum og haft samræði og önnur kynferðismök við hana. Þá á hann að hafa greitt henni fyrir kynferðismökin, en hann var sakfelldur fyrir að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í reiðufé og millifæra á hana 45 þúsund krónur í gegnum snjallforritið Aur. Vert er að taka fram að í ákæru segir að hann hafi greitt henni 300.000 þúsund [sic] krónur í reiðufé, eða þrjú hundruð milljónir. Líklega var um mistök af hálfu ákæruvaldsins að ræða. Lýsti fantasíum sínum en neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili, en hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans, líkt og honum var gefið að sök. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona og leiðir dómurinn að því líkur að hann væri vændiskaupandi. Maðurinn viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hafi verið að ræða. Þá hafi upphæðirnar verið lægri en segir í ákæru. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fimmtán ára gömul. Skýringar mannsins fráleitar Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að hann hefði verið meðvitaður um aldur sinn, og að þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hafi vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti manninn. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Dómurinn segir að berlega megi ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar verði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hafi haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Til að mynda segir í dómnum að skýring hans um að greiðslur til stúlkunnar hafi verið lán sé fráleit. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm. Í dómnum segir að hann eigi sér engar málsbætur enda um að ræða endurtekin og alvarleg brot gegn barni. Þó var litið til þess við ákvörðun refsingar að hann hefði ekki áður sætt refsingu. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni 1.5 milljónir króna í miskabætur, og annan sakarkostnað sem hleypur á rúmlega 2,4 milljónum. Kynferðisofbeldi Vændi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa á umræddu tímabili hitt stúlkuna í bíl sínum sem hafi verið lagt á afviknum stöðum og haft samræði og önnur kynferðismök við hana. Þá á hann að hafa greitt henni fyrir kynferðismökin, en hann var sakfelldur fyrir að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í reiðufé og millifæra á hana 45 þúsund krónur í gegnum snjallforritið Aur. Vert er að taka fram að í ákæru segir að hann hafi greitt henni 300.000 þúsund [sic] krónur í reiðufé, eða þrjú hundruð milljónir. Líklega var um mistök af hálfu ákæruvaldsins að ræða. Lýsti fantasíum sínum en neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili, en hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans, líkt og honum var gefið að sök. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona og leiðir dómurinn að því líkur að hann væri vændiskaupandi. Maðurinn viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hafi verið að ræða. Þá hafi upphæðirnar verið lægri en segir í ákæru. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fimmtán ára gömul. Skýringar mannsins fráleitar Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að hann hefði verið meðvitaður um aldur sinn, og að þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hafi vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti manninn. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Dómurinn segir að berlega megi ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar verði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hafi haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Til að mynda segir í dómnum að skýring hans um að greiðslur til stúlkunnar hafi verið lán sé fráleit. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm. Í dómnum segir að hann eigi sér engar málsbætur enda um að ræða endurtekin og alvarleg brot gegn barni. Þó var litið til þess við ákvörðun refsingar að hann hefði ekki áður sætt refsingu. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni 1.5 milljónir króna í miskabætur, og annan sakarkostnað sem hleypur á rúmlega 2,4 milljónum.
Kynferðisofbeldi Vændi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira