Innlent

Grunaður um að brjóta á táningsstúlku og greiða henni fyrir

Jón Þór Stefánsson skrifar
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot á fjórtán ára gamalli stúlku og fyrir að kaupa af henni vændi.

Í ákæru segir að maðurinn hafi hitt stúlkuna nokkrum sinnum í bíl hans sem var lagt á afviknum stöðum. Það á að hafa gerst á nokkurra mánaða tímabili, frá október 2021 til janúar 2022. 

Manninum er gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna, og láta hana hafa við sig munnmök.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir að greiða stúlkunni fyrir vændi. Hann er sagður hafa greitt stúlkunni 300 þúsund í reiðufé og millifært samtals 45 þúsund krónum í fimm millifærslum í gegnum forritið Aur á reikning vinkonu stelpunnar.

Foreldri stúlkunnar krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur fyrir hönd dóttur sinnar. Héraðssaksóknari höfðar málið sem verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×