Glódís Perla: Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 07:32 Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar hefja leik klukkan 14.30 í dag. Vísir/Arnar Aðstöðuleysið á Ísland þýðir mjög furðulegur leiktími í dag fyrir gríðarlega mikilvægan leik íslenska kvennalandsliðsins í baráttunni um sæti á EM 2025. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, talaði ekkert undir rós á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær þegar hún var spurð út í þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið þarf að spila úrslitaleik um sæti í A-deildinni á gervigrasvelli og klukkan 14.30 um dag. Laugardalsvöllur er ekki leikfær og þá standast flóðljósin á Kópavogsvelli ekki kröfur UEFA. Þess vegna þarf annars vegar að spila leikinn á gervigrasinu í Kópavogi og birtuskilyrði á Íslandi í febrúar kalla á það að leikurinn er spilaður rétt eftir hádegi á virkum degi. Glódís Perla segir það synd að Ísland geti ekki boðið upp á betri aðstæður en raun ber vitni. „Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða. Að sama skapi er ég svekkt út í UEFA að standardinn sé ekki jafn hár kvennamegin og karlamegin. Að það sé í lagi að við spilum við svona aðstæður en ekki að kröfurnar séu þannig að það þurfi að finna völl og aðstæður sem uppfylla allar kröfur," sagði Glódís. Það hefur verið kallað lengi eftir nýjum þjóðarleikvangi og ár eftir ár hefur verið reynt að halda Laugardalsvellinum spilhæfum um miðjan vetur. Það var hins vegar ekki hægt að halda honum „á lífi" að þessu sinni. „Þetta er blanda af mörgu. Það væri ótrúlega gaman að geta spilað þennan leik fyrir framan fullan Laugardalsvöll og hafa þjóðina á bakinu. Auðvitað er það eitthvað sem myndi skipta okkur gríðarlega miklu máli," sagði Glódís. Það má hlusta á Glódísi frá blaðamannafundinum hér fyrir neðan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Laugardalsvöllur Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, talaði ekkert undir rós á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær þegar hún var spurð út í þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið þarf að spila úrslitaleik um sæti í A-deildinni á gervigrasvelli og klukkan 14.30 um dag. Laugardalsvöllur er ekki leikfær og þá standast flóðljósin á Kópavogsvelli ekki kröfur UEFA. Þess vegna þarf annars vegar að spila leikinn á gervigrasinu í Kópavogi og birtuskilyrði á Íslandi í febrúar kalla á það að leikurinn er spilaður rétt eftir hádegi á virkum degi. Glódís Perla segir það synd að Ísland geti ekki boðið upp á betri aðstæður en raun ber vitni. „Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða. Að sama skapi er ég svekkt út í UEFA að standardinn sé ekki jafn hár kvennamegin og karlamegin. Að það sé í lagi að við spilum við svona aðstæður en ekki að kröfurnar séu þannig að það þurfi að finna völl og aðstæður sem uppfylla allar kröfur," sagði Glódís. Það hefur verið kallað lengi eftir nýjum þjóðarleikvangi og ár eftir ár hefur verið reynt að halda Laugardalsvellinum spilhæfum um miðjan vetur. Það var hins vegar ekki hægt að halda honum „á lífi" að þessu sinni. „Þetta er blanda af mörgu. Það væri ótrúlega gaman að geta spilað þennan leik fyrir framan fullan Laugardalsvöll og hafa þjóðina á bakinu. Auðvitað er það eitthvað sem myndi skipta okkur gríðarlega miklu máli," sagði Glódís. Það má hlusta á Glódísi frá blaðamannafundinum hér fyrir neðan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Laugardalsvöllur Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira