Innlent

Eldur logar í Elliða­ár­dalnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldurinn er í þaki hússins.
Eldurinn er í þaki hússins. Björn Steinbekk

Eldur kviknaði nú í kvöld í gömlu húsi við Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum. Slökkviliðsmenn reyna nú að ráða niðurlögum eldsins.

Enginn hefur búið í húsinu um nokkuð skeið en eldurinn er í þaki þess. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru slökkviliðsmenn á tveimur dælubílum og einum tankbíl, þar sem engir brunahanar eru á svæðinu.

Eldurinn er ekki mikill en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að honum.

Uppfært 23:20 - Þegar þetta er skrifað er slökkvistarf enn yfirstandandi en lítill eldur eftir. Áhöfn annars dælubílsins ku vera á leið í hús.

Uppfært 7:25: Slökkvistarfi lauk upp úr miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði tók nokkurn tíma að slökkva eldinn, enda mikill eldmatur á staðnum. 

Björn Steinbekk tók meðfylgjandi myndband af eldinum.

Viktor Freyr

Viktor Freyr

Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Hafsteinn Snær Þorsteinsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×