Fótbolti

Stuðnings­menn Real Madrid fá fleiri góðar fréttir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alphonso Davies ku vera spenntur fyrir vistaskiptunum til Real Madrid.
Alphonso Davies ku vera spenntur fyrir vistaskiptunum til Real Madrid. getty/Sebastian Widmann

Real Madrid hefur náð munnlegu samkomulagi við Alphonso Davies, leikmann Bayern München.

Frá þessu er greint á The Athletic. Þar segir að Davies muni ganga í raðir Real Madrid í sumar eða næsta sumar.

Stuðningsmenn Real Madrid fá því ekkert nema góðar fréttir þessa dagana. Í síðustu viku var greint frá því Kylian Mbappé myndi koma til liðsins frá Paris Saint-Germain í sumar.

Samningur Davies við Bayern rennur út á næsta ári. Bakvörðurinn eldsnöggi mun annað hvort fara til Real Madrid á frjálsri sölu þá eða að spænska félagið kaupi hann eftir þetta tímabil, á lægra verði en hann myndi alla jafna vera seldur fyrir.

Davies gekk í raðir Bayern frá Vancouver Whitecaps í janúar 2019. Kanadamaðurinn hefur fimm sinnum orðið þýskur meistari með Bayern og einu sinni Evrópumeistari.

Í vetur hefur Davies leikið 27 leiki fyrir Bayern í öllum keppnum og skorað eitt mark.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×