Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2024 12:01 Magnús Tumi ráðleggur þeim sem dvelja í Grindavík að vera með tilbúna tösku til að geta yfirgefið bæinn í snatri. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. Sérfræðingar Veðurstofunnar og almannavarna hafa á undanförnum dögum lýst yfir miklum áhyggjum af því að eldgos hefjist með nær engum fyrirvara. Veðurstofan telur líklegt að gos hefjist í þessari viku og byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. „Það hefur verið stöðugt landris frá síðasta gosi eins og var fyrir hin gosin. Landið rís jafnt og þétt og núna er það að komast á sama stig, sama kvikusöfnun eins og fyrir hin gosin. Við verðum að reikna með því að það geti gosið í vikunni, það verður að teljast mjög líklegt ef þetta ætlar að hegða sér eins og í síðustu atburðum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Síðustu nætur hefur verið gist í tíu til fimmtán húsum í Grindavík og einnig hafa verið gestir við Svartsengi. Viðvörunarlúðrar í Grindavík og við Bláa lónið verða prófaðir í kvöld og verða þeir notaðir þegar eldgos koma upp í grennd við bæinn og lónið. „Ef fólk er í Grindavík þannig að það er bara tilbúið, með allt pakkað í tösku og hefur varann á, þá getur fólk yfirgefið húsið sitt býsna hratt. Ef fólk vill þá finnst mér að við eigum ekki að banna því það, það á ekki að ráðleggja neinum það og það er algjörlega klárt að börn eiga ekkert erindi í Grindavík,“ segir Magnús Tumi. „Börn verða að geta verið þar sem þau eru örugg og geta leikið sér. Í Grindavík eru nokkur svæði sem eru það sprungin að við getum ekki verið viss um og þau eru alls ekki örugg. Þess vegna eiga börn ekkert erindi þarna inn. Hver svo sem er þarna, Grindavík er ekki staður til að eiga heimili og búa á fyrir fjölskyldur í dag. Það er algjörlega ljóst.“ Lítil sem engin skjálftavirkni hefur verið í kvikuganginum síðustu daga sem Magnús Tumi segir til marks um að greið leið sé fyrir kvikuna upp á yfirborðið og því líklegt að upptök nýs eldgoss verði á svipuðum stað og síðast. „Ef fyrirvarinn verður mjög stuttur er langlíklegast að kvikan sé að fara beint upp og komi þá upp nokkurn vegin á sömu sprungu og síðast. Ef kvikan leitaði til suðurs eða lengra til norðurs þá þarf hún að fara lárétt svolítinn spotta og þá er líklegt að fyrirvarinn yrði lengri,“ segir Magnús Tumi. Íbúafundur verður í Laugardalshöllinni í dag þar sem almannavarnir munu upplýsa íbúa Grindavíkur um stöðu mála. Fundurinn hefst klukkan fimm og verður í beinu streymi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að loka. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. 26. febrúar 2024 08:38 „Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. 25. febrúar 2024 16:26 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Sérfræðingar Veðurstofunnar og almannavarna hafa á undanförnum dögum lýst yfir miklum áhyggjum af því að eldgos hefjist með nær engum fyrirvara. Veðurstofan telur líklegt að gos hefjist í þessari viku og byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. „Það hefur verið stöðugt landris frá síðasta gosi eins og var fyrir hin gosin. Landið rís jafnt og þétt og núna er það að komast á sama stig, sama kvikusöfnun eins og fyrir hin gosin. Við verðum að reikna með því að það geti gosið í vikunni, það verður að teljast mjög líklegt ef þetta ætlar að hegða sér eins og í síðustu atburðum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Síðustu nætur hefur verið gist í tíu til fimmtán húsum í Grindavík og einnig hafa verið gestir við Svartsengi. Viðvörunarlúðrar í Grindavík og við Bláa lónið verða prófaðir í kvöld og verða þeir notaðir þegar eldgos koma upp í grennd við bæinn og lónið. „Ef fólk er í Grindavík þannig að það er bara tilbúið, með allt pakkað í tösku og hefur varann á, þá getur fólk yfirgefið húsið sitt býsna hratt. Ef fólk vill þá finnst mér að við eigum ekki að banna því það, það á ekki að ráðleggja neinum það og það er algjörlega klárt að börn eiga ekkert erindi í Grindavík,“ segir Magnús Tumi. „Börn verða að geta verið þar sem þau eru örugg og geta leikið sér. Í Grindavík eru nokkur svæði sem eru það sprungin að við getum ekki verið viss um og þau eru alls ekki örugg. Þess vegna eiga börn ekkert erindi þarna inn. Hver svo sem er þarna, Grindavík er ekki staður til að eiga heimili og búa á fyrir fjölskyldur í dag. Það er algjörlega ljóst.“ Lítil sem engin skjálftavirkni hefur verið í kvikuganginum síðustu daga sem Magnús Tumi segir til marks um að greið leið sé fyrir kvikuna upp á yfirborðið og því líklegt að upptök nýs eldgoss verði á svipuðum stað og síðast. „Ef fyrirvarinn verður mjög stuttur er langlíklegast að kvikan sé að fara beint upp og komi þá upp nokkurn vegin á sömu sprungu og síðast. Ef kvikan leitaði til suðurs eða lengra til norðurs þá þarf hún að fara lárétt svolítinn spotta og þá er líklegt að fyrirvarinn yrði lengri,“ segir Magnús Tumi. Íbúafundur verður í Laugardalshöllinni í dag þar sem almannavarnir munu upplýsa íbúa Grindavíkur um stöðu mála. Fundurinn hefst klukkan fimm og verður í beinu streymi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að loka. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. 26. febrúar 2024 08:38 „Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. 25. febrúar 2024 16:26 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04
Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að loka. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. 26. febrúar 2024 08:38
„Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. 25. febrúar 2024 16:26