„Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2024 16:26 Frá síðasta eldgosi við Grindavík fyrr í mánuðinum. Vísir/RAX „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. „Við höfum líka ahyggjur af því þegar fólk fer að tala um daga, hvaða dag eldgos byrjar, það er engan veginn hægt að segja til um það. En vísbendingarnar eru þannig núna að það er líklegt að eldgos komi á næstu dögum, í nótt, jafnvel á morgun, enginn getur sagt til um það,“ segir Hjördís. Síðustu nætur hefur verið gist í um tíu til fimmtán húsum í Grindavík og þá eru einnig gestir á Svartsengissvæðinu. Hafið þið áhyggjur af því að það gæti reynst erfitt að koma fólki burtu ef þetta gerist mjög skyndilega, það hefur verið talað um innan við hálftíma fyrirvara? „Það er akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum. Það tekur alltaf tíma að koma fólki burtu í rýmingu. En við erum í góðu samstarfi við alla þessa viðbragðsaðila sem munu þá aðstoða okkur við að koma rýmingu af stað. Bæði erum við að nota þessar viðvörunarflautur sem er búið að koma upp á þremur stöðum í Grindavík og líka við Bláa lónið. Og svo eru þessi skilaboð sem fólk fær í símana, sem við getum reyndar ekki tryggt að allir fái. En það mun ekki fara á milli mála ef til rýmingjar kemur,“ segir Hjördís. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Mikilvægt að sjá til þess að allir Grindvíkingar hafi þak yfir höfuðið „Það er óvissa með nánast allt þegar kemur að Grindavík,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í Sprengisandi í morgun. Þar var hún ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni Framsóknar en þau ræddu málefni Grindavíkur. 25. febrúar 2024 15:07 Heitt vatn komið á í Grindavík Heitt vatn er komið aftur á í Grindavík og gert er ráð fyrir eðlilegum þrýstingi á hitaveituna eftir helgi. Í dag var ný hjáveitulögn tengd við hitaveituna. 24. febrúar 2024 20:33 Almannavarnir boða til íbúafundar fyrir Grindvíkinga Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Laugardalshöll fyrir íbúa Grindavíkur næstkomandi mánudag. Markmiðið er að upplýsa íbúa um stöðu jarðhræringa og innviða í og við Grindavík. 24. febrúar 2024 10:39 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
„Við höfum líka ahyggjur af því þegar fólk fer að tala um daga, hvaða dag eldgos byrjar, það er engan veginn hægt að segja til um það. En vísbendingarnar eru þannig núna að það er líklegt að eldgos komi á næstu dögum, í nótt, jafnvel á morgun, enginn getur sagt til um það,“ segir Hjördís. Síðustu nætur hefur verið gist í um tíu til fimmtán húsum í Grindavík og þá eru einnig gestir á Svartsengissvæðinu. Hafið þið áhyggjur af því að það gæti reynst erfitt að koma fólki burtu ef þetta gerist mjög skyndilega, það hefur verið talað um innan við hálftíma fyrirvara? „Það er akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum. Það tekur alltaf tíma að koma fólki burtu í rýmingu. En við erum í góðu samstarfi við alla þessa viðbragðsaðila sem munu þá aðstoða okkur við að koma rýmingu af stað. Bæði erum við að nota þessar viðvörunarflautur sem er búið að koma upp á þremur stöðum í Grindavík og líka við Bláa lónið. Og svo eru þessi skilaboð sem fólk fær í símana, sem við getum reyndar ekki tryggt að allir fái. En það mun ekki fara á milli mála ef til rýmingjar kemur,“ segir Hjördís.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Mikilvægt að sjá til þess að allir Grindvíkingar hafi þak yfir höfuðið „Það er óvissa með nánast allt þegar kemur að Grindavík,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í Sprengisandi í morgun. Þar var hún ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni Framsóknar en þau ræddu málefni Grindavíkur. 25. febrúar 2024 15:07 Heitt vatn komið á í Grindavík Heitt vatn er komið aftur á í Grindavík og gert er ráð fyrir eðlilegum þrýstingi á hitaveituna eftir helgi. Í dag var ný hjáveitulögn tengd við hitaveituna. 24. febrúar 2024 20:33 Almannavarnir boða til íbúafundar fyrir Grindvíkinga Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Laugardalshöll fyrir íbúa Grindavíkur næstkomandi mánudag. Markmiðið er að upplýsa íbúa um stöðu jarðhræringa og innviða í og við Grindavík. 24. febrúar 2024 10:39 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Mikilvægt að sjá til þess að allir Grindvíkingar hafi þak yfir höfuðið „Það er óvissa með nánast allt þegar kemur að Grindavík,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í Sprengisandi í morgun. Þar var hún ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni Framsóknar en þau ræddu málefni Grindavíkur. 25. febrúar 2024 15:07
Heitt vatn komið á í Grindavík Heitt vatn er komið aftur á í Grindavík og gert er ráð fyrir eðlilegum þrýstingi á hitaveituna eftir helgi. Í dag var ný hjáveitulögn tengd við hitaveituna. 24. febrúar 2024 20:33
Almannavarnir boða til íbúafundar fyrir Grindvíkinga Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Laugardalshöll fyrir íbúa Grindavíkur næstkomandi mánudag. Markmiðið er að upplýsa íbúa um stöðu jarðhræringa og innviða í og við Grindavík. 24. febrúar 2024 10:39