Ronaldo brást við Messi köllunum með klúru látbragði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 08:00 Cristiano Ronaldo gæti hafa komið sér í vandræði með hegðun sinni enda er sambandið nú með málið til skoðunar. Getty/Yasser Bakhsh Cristiano Ronaldo skoraði og fagnaði sigri með Al Nassr í gær en kom sér einnig í vandræði með ósmekklegu látbragði eftir leikinn. Al Nassr vann 3-2 sigur á Al Shabab í leiknum en Ronaldo skoraði markið sitt úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Brasilíumaðurinn Talisca skoraði hin tvö mörkin þar á meðal sigurmarkið undir lokin. Ronaldo fékk hins vegar harða gagnrýni fyrir hegðun sína eftir leikinn. Handabendingar hans fóru fyrir brjóstið á fólki. ESPN segir frá. Eftir lokaflautið sást Ronaldo setja hendina sína upp að eyranu fyrir framan stuðningsmenn Al Shabab áður en hann bauð upp á klúrt látbragð. Ronaldo pumpaði hnefanum margoft fram fyrir framan mjöðmina sína. Stuðningsfólk Al Shabab hafði reynt að pirra Ronaldo í leiknum með því að kalla nafn Messi, erkióvin hans frá Argentínu. Þetta hafði augljós áhrif á Portúgalann sem þarf nú að hlusta á Messi köllin í tíma og ótíma í leikjum sínum. Atvikið náðist ekki á sjónvarpsmyndavélarnar en margir í stúkunni voru með símann á lofti og myndbönd birtust á samfélagsmiðlum. Margir hafa kallað eftir því að Ronaldo verði refsað fyrir hegðun sína. Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu hefur hafið rannsókn á málinu samkvæmt frétt blaðsins Asharq al-Awsat. Messi has ruined Ronaldo s mental health pic.twitter.com/0fGxKNX5jJ— J (@Shadygize) February 25, 2024 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Al Nassr vann 3-2 sigur á Al Shabab í leiknum en Ronaldo skoraði markið sitt úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Brasilíumaðurinn Talisca skoraði hin tvö mörkin þar á meðal sigurmarkið undir lokin. Ronaldo fékk hins vegar harða gagnrýni fyrir hegðun sína eftir leikinn. Handabendingar hans fóru fyrir brjóstið á fólki. ESPN segir frá. Eftir lokaflautið sást Ronaldo setja hendina sína upp að eyranu fyrir framan stuðningsmenn Al Shabab áður en hann bauð upp á klúrt látbragð. Ronaldo pumpaði hnefanum margoft fram fyrir framan mjöðmina sína. Stuðningsfólk Al Shabab hafði reynt að pirra Ronaldo í leiknum með því að kalla nafn Messi, erkióvin hans frá Argentínu. Þetta hafði augljós áhrif á Portúgalann sem þarf nú að hlusta á Messi köllin í tíma og ótíma í leikjum sínum. Atvikið náðist ekki á sjónvarpsmyndavélarnar en margir í stúkunni voru með símann á lofti og myndbönd birtust á samfélagsmiðlum. Margir hafa kallað eftir því að Ronaldo verði refsað fyrir hegðun sína. Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu hefur hafið rannsókn á málinu samkvæmt frétt blaðsins Asharq al-Awsat. Messi has ruined Ronaldo s mental health pic.twitter.com/0fGxKNX5jJ— J (@Shadygize) February 25, 2024
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira