Liverpool var án lykilmanna eins og Mohamed Salah, Diogo Jota sem og markvarðarins Alisson í dag. Á endanum kom það ekki að sök þar sem Van Djk skoraði sigurmarkið og Caoimhin Kelleher átti stórleik í markinu.
„Það eru tilfinningar, það er eitthvað af öllu í gangi. Ég er svo stoltur af strákunum,“ sagði Hollendingurinn í viðtali skömmu eftir að leik lauk.
„Allir ungu strákarnir spiluðu þátt í því sem við afrekuðum í dag. Við viljum meira,“ bætti miðvörðurinn við en leikurinn virtist vera á leið í vítaspyrnukeppni þegar hann tryggði sigurinn.
Narrator: "He was not finished" pic.twitter.com/Qp7HB5pBu9
— Liverpool FC (@LFC) February 25, 2024
„Maður á alltaf að njóta góðu augnablikanna og þetta er eitt af þeim. Maður á ekki að taka svona hlutum sem gefnum,“ sagði Van Dijk að endingu áður en hann leyfði sér að fagna með samherjum sínum.