Fékk á sig tvö víti og lét reka sig af velli í ótrúlegum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 20:16 Sverrir Ingi í leik með Midtjylland. Twitter@fcmidtjylland Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason átti eftirminnilegt kvöld þegar lið hans Midtjylland vann ótrúlegan 3-2 sigur á AGF í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Sverrir Ingi var sem fyrr í byrjunarliði Midtjylland þegar liðið sótti AGF heim. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði heimamanna og átti eftir að stríða gestunum töluvert. Sverrir Ingi braut af sér innan vítateigs strax á 7. mínútu og hlaut að launum gult spjald sem og vítaspyrna var dæmd. Úr henni skoraði stormsenterinn Patrick Mortensen og heimamenn í AGF komnir 1-0 yfir. Skömmu síðar skoruðu heimamenn aftur en markið dæmt af. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir svo vítaspyrnu. Úr henni skoraði Cho Gue-Sung og staðan 1-1 í hálfleik. Lee Han-Beom kom svo Midtjylland yfir snemma í síðari hálfleik en örskömmu síðar fékk Paulinho sitt annað gula spjald og Midtjylland manni færri það sem eftir lifði leiks. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks fullkomnaði Sverrir Ingi martraðarleik sinn. Hann braut þá aftur af sér innan vítateigs, fékk aftur á sig vítaspyrnu og sitt annað gula spjald í leiðinni. Gestirnir voru því orðnir tveimur færri þegar Mortensen skoraði sitt annað mark af vítapunktinum. Eftir það lögðust heimamenn í sókn í von um að vinna leikinn en á einhvern ótrúlegan hátt tókst gestunum að stela stigunum þremur þrátt fyrir að vera tveimur færri. Charles með sigurmarkið þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur í Árósum 2-3. UVIRKELIGT, DRENGE! FULDSTÆNDIG SINDSSYGT! SEJR 9 MOD 11 #AGFFCM pic.twitter.com/3fRCjaqisH— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) February 25, 2024 Eftir sigurinn er Midtjylland með 39 stig í 2. sæti, stigi minna en Bröndby sem situr á toppnum og þremur meira en meistarar FC Kaupmannahafnar sem eru sæti neðar með þremur stigum minna en leik til góða. AGF er í 5. sæti með 29 stig. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
Sverrir Ingi var sem fyrr í byrjunarliði Midtjylland þegar liðið sótti AGF heim. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði heimamanna og átti eftir að stríða gestunum töluvert. Sverrir Ingi braut af sér innan vítateigs strax á 7. mínútu og hlaut að launum gult spjald sem og vítaspyrna var dæmd. Úr henni skoraði stormsenterinn Patrick Mortensen og heimamenn í AGF komnir 1-0 yfir. Skömmu síðar skoruðu heimamenn aftur en markið dæmt af. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir svo vítaspyrnu. Úr henni skoraði Cho Gue-Sung og staðan 1-1 í hálfleik. Lee Han-Beom kom svo Midtjylland yfir snemma í síðari hálfleik en örskömmu síðar fékk Paulinho sitt annað gula spjald og Midtjylland manni færri það sem eftir lifði leiks. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks fullkomnaði Sverrir Ingi martraðarleik sinn. Hann braut þá aftur af sér innan vítateigs, fékk aftur á sig vítaspyrnu og sitt annað gula spjald í leiðinni. Gestirnir voru því orðnir tveimur færri þegar Mortensen skoraði sitt annað mark af vítapunktinum. Eftir það lögðust heimamenn í sókn í von um að vinna leikinn en á einhvern ótrúlegan hátt tókst gestunum að stela stigunum þremur þrátt fyrir að vera tveimur færri. Charles með sigurmarkið þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur í Árósum 2-3. UVIRKELIGT, DRENGE! FULDSTÆNDIG SINDSSYGT! SEJR 9 MOD 11 #AGFFCM pic.twitter.com/3fRCjaqisH— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) February 25, 2024 Eftir sigurinn er Midtjylland með 39 stig í 2. sæti, stigi minna en Bröndby sem situr á toppnum og þremur meira en meistarar FC Kaupmannahafnar sem eru sæti neðar með þremur stigum minna en leik til góða. AGF er í 5. sæti með 29 stig.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira