Mikilvægt að sjá til þess að allir Grindvíkingar hafi þak yfir höfuðið Lovísa Arnardóttir skrifar 25. febrúar 2024 15:07 Oddný segir mikilvægt í framtíðinni að vel sé skoðað hvar sé verið að byggja og hvað sé undir. Vísir/Vilhelm „Það er óvissa með nánast allt þegar kemur að Grindavík,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í Sprengisandi í morgun. Þar var hún ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni Framsóknar en þau ræddu málefni Grindavíkur. Oddný segir mikilvægt að það sé skoðað hvað sé vitað og út frá því hvað er öruggt. Bæði þegar kemur að fyrirtækjum og íbúum bæjarins. Þau ræddu nýsamþykkt lög um uppkaup íbúða en Oddný sagði enn margt óvíst með framkvæmdina. Hugmyndin væri sú að taka áhættuna af íbúðum og setja hana frekar á félagið sem á að halda utan um uppkaupin. Frumvarpið hafi verið mikilvægt skref. Oddný minntist á það að á morgun halda almannavarnir íbúafund á morgun með Grindvíkingum þar sem á að fara yfir stöðuna í máli og myndum. Búið er að spá eldgosi í næstu viku og er því staðan ekki góð. Á meðan kvikusöfnin heldur áfram sé staðan áfram erfið og sérstaklega því aldrei sé vitað hvar gýs eða hvenær. „Við þurfum að gera allt sem við getum fyrir fólkið og við þurfum að sjá til þess að fólkið hafi þak yfir höfuðið,“ segir Oddný og að of margir séu enn í þeirri stöðu að vera í ótryggri stöðu á leigumarkaði. Það þurfi að gera betur hvað þetta varðar. Ágúst Bjarni tekur undir það sem Oddný segir. Hann telur að þingið hafi tekið vel utan um hópinn með frumvarpinu sem var samþykkt í vikunni og að mikil samstaða hafi verið um málið, í nefnd og á þingi. „Mér finnst skipta máli að segja hvað við vorum að gera. Við vorum að tryggja fjárhag fólks og velferð, finnst mér vera leiðarljósið í þessu,“ segir Ágúst Bjarni og að með þessu sé verið að bjarga heimilum fólks og það tryggt að þau geti komið sér upp nýju heimili. Þetta sé þó langt frá því að vera endapunkturinn í þessu máli. Það eigi enn eftir að taka betur utan um lögaðila og að verkefnið sé enn í fangi ríkisins, og verði það áfram á meðan óvissan sé til staðar. Spurður um þá skoðun að það sé ekki nægilegur stuðningur í frumvarpinu til að fólk geti með raunhæfum hætti segir Ágúst Bjarni að ríkið sé einnig að kaupa leiguíbúðir fyrir fólk og þau reyni að aðstoða fólk við að finna sér íbúð á leigutorginu. Ágúst Bjarni telur að vel hafi verið unnið að málefnum Grindvíkinga á þinginu. Vísir/Vilhelm Oddný sagði að samvinna á þinginu í þessu máli hefði verið góð en sagðist þó hafa athugasemdir við það hvernig það var samþykkt og þá kannski sérstaklega viðmið um hlutfall af brunabótamati sem fólk fær greitt út sé það leyst út. Almennt er brunabótamat hærra en fasteignamat í Grindavík. „En það er þannig að ef að húsið þitt fer undir hraun þá færðu borgað 98 prósent af brunabótamati frá náttúruhamfaratryggingum. En ef það fer ekki undir hraun þá færðu minna og þú þarft að bera kostnaðinn af förgun á húsinu sjálfur,“ sagði Oddný og að hún hefði viljað að í frumvarpinu hefði verið miðað við 98 prósent en ekki 95 prósent eins og var gert. Þetta hafi verið málamiðlun sem komi sér nokkuð vel fyrir flesta. Jaðartilfelli sem þarf að taka tillit til „En það eru auðvitað jaðartilfelli sem við þurfum að horfa á. Það eru þarna íbúðir sem þar sem hefði verið hagstæðara að hafa fasteignamat sem viðmið en þegar við erum með lagaumgjörð og hamfaratryggingar sem miða við brunabótamat hefði verið óeðlilegt að mínu mati að ríkið færi síðan í uppkaupunum að miða við eitthvað annað,“ segir Oddný og að fólk geti fengið endurmat á brunabótamati. Það skipti máli að gera það hafi fólk farið í endurbætur á íbúðum eða húsum sínum. Hvað varðar hættu í bænum og þær sprungur sem hafa fundist þar undir yfirborði segir Ágúst Bjarni að þetta sé eðlilega erfitt fyrir fólk. Það megi vera í bænum í dag en að aðstæður séu þannig að það þurfi að skoða þetta vel. Hvar sé öruggt að vera og hvar ekki. Ágúst Bjarni segir mikilvægt að kortleggja svæðið í kringum Grindavík vel og á Reykjanesskaganum öllum. Það skorti svæði til að byggja á og að það þurfi að gera hættumat þannig vitað sé hvar sé hægt að byggja. Oddný tekur undir þetta en segir mikilvægt að líta til baka. Það sé í byggingarreglugerð að það sé bannað að byggja á sprungum en samt hafi það verið gert í Grindavík og annars staðar á landinu. Það þurfi að fara vel yfir þetta. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Oddný segir mikilvægt að það sé skoðað hvað sé vitað og út frá því hvað er öruggt. Bæði þegar kemur að fyrirtækjum og íbúum bæjarins. Þau ræddu nýsamþykkt lög um uppkaup íbúða en Oddný sagði enn margt óvíst með framkvæmdina. Hugmyndin væri sú að taka áhættuna af íbúðum og setja hana frekar á félagið sem á að halda utan um uppkaupin. Frumvarpið hafi verið mikilvægt skref. Oddný minntist á það að á morgun halda almannavarnir íbúafund á morgun með Grindvíkingum þar sem á að fara yfir stöðuna í máli og myndum. Búið er að spá eldgosi í næstu viku og er því staðan ekki góð. Á meðan kvikusöfnin heldur áfram sé staðan áfram erfið og sérstaklega því aldrei sé vitað hvar gýs eða hvenær. „Við þurfum að gera allt sem við getum fyrir fólkið og við þurfum að sjá til þess að fólkið hafi þak yfir höfuðið,“ segir Oddný og að of margir séu enn í þeirri stöðu að vera í ótryggri stöðu á leigumarkaði. Það þurfi að gera betur hvað þetta varðar. Ágúst Bjarni tekur undir það sem Oddný segir. Hann telur að þingið hafi tekið vel utan um hópinn með frumvarpinu sem var samþykkt í vikunni og að mikil samstaða hafi verið um málið, í nefnd og á þingi. „Mér finnst skipta máli að segja hvað við vorum að gera. Við vorum að tryggja fjárhag fólks og velferð, finnst mér vera leiðarljósið í þessu,“ segir Ágúst Bjarni og að með þessu sé verið að bjarga heimilum fólks og það tryggt að þau geti komið sér upp nýju heimili. Þetta sé þó langt frá því að vera endapunkturinn í þessu máli. Það eigi enn eftir að taka betur utan um lögaðila og að verkefnið sé enn í fangi ríkisins, og verði það áfram á meðan óvissan sé til staðar. Spurður um þá skoðun að það sé ekki nægilegur stuðningur í frumvarpinu til að fólk geti með raunhæfum hætti segir Ágúst Bjarni að ríkið sé einnig að kaupa leiguíbúðir fyrir fólk og þau reyni að aðstoða fólk við að finna sér íbúð á leigutorginu. Ágúst Bjarni telur að vel hafi verið unnið að málefnum Grindvíkinga á þinginu. Vísir/Vilhelm Oddný sagði að samvinna á þinginu í þessu máli hefði verið góð en sagðist þó hafa athugasemdir við það hvernig það var samþykkt og þá kannski sérstaklega viðmið um hlutfall af brunabótamati sem fólk fær greitt út sé það leyst út. Almennt er brunabótamat hærra en fasteignamat í Grindavík. „En það er þannig að ef að húsið þitt fer undir hraun þá færðu borgað 98 prósent af brunabótamati frá náttúruhamfaratryggingum. En ef það fer ekki undir hraun þá færðu minna og þú þarft að bera kostnaðinn af förgun á húsinu sjálfur,“ sagði Oddný og að hún hefði viljað að í frumvarpinu hefði verið miðað við 98 prósent en ekki 95 prósent eins og var gert. Þetta hafi verið málamiðlun sem komi sér nokkuð vel fyrir flesta. Jaðartilfelli sem þarf að taka tillit til „En það eru auðvitað jaðartilfelli sem við þurfum að horfa á. Það eru þarna íbúðir sem þar sem hefði verið hagstæðara að hafa fasteignamat sem viðmið en þegar við erum með lagaumgjörð og hamfaratryggingar sem miða við brunabótamat hefði verið óeðlilegt að mínu mati að ríkið færi síðan í uppkaupunum að miða við eitthvað annað,“ segir Oddný og að fólk geti fengið endurmat á brunabótamati. Það skipti máli að gera það hafi fólk farið í endurbætur á íbúðum eða húsum sínum. Hvað varðar hættu í bænum og þær sprungur sem hafa fundist þar undir yfirborði segir Ágúst Bjarni að þetta sé eðlilega erfitt fyrir fólk. Það megi vera í bænum í dag en að aðstæður séu þannig að það þurfi að skoða þetta vel. Hvar sé öruggt að vera og hvar ekki. Ágúst Bjarni segir mikilvægt að kortleggja svæðið í kringum Grindavík vel og á Reykjanesskaganum öllum. Það skorti svæði til að byggja á og að það þurfi að gera hættumat þannig vitað sé hvar sé hægt að byggja. Oddný tekur undir þetta en segir mikilvægt að líta til baka. Það sé í byggingarreglugerð að það sé bannað að byggja á sprungum en samt hafi það verið gert í Grindavík og annars staðar á landinu. Það þurfi að fara vel yfir þetta. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira