Telur sig geta náð betri samningi utan breiðfylkingarinnar Magnús Jochum Pálsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. febrúar 2024 19:22 Ragnar Þór hefur trú á að VR geti náð góðum samningum utan breiðfylkingarinnar og ætlar að vera í bandi við fagfélögin. Vísir/Arnar Formaður VR telur sig geta náð betri samningi við Samtök atvinnulífsins með því að slíta félagið frá samstarfi við breiðfylkingu stéttarfélaga. Það gerði hann í dag vegna ágreinings innan fylkingarinnar um forsenduákvæði sem snýr að verðbólgu. Stjórn VR tók ákvörðunina á fundi sínum í hádeginu í dag. Hvað er það við þetta ákvæði sem þið getið ekki unað við? „Ég ætla ekki að fara út í smáatriði, það skiptir mjög miklu máli á þessu stigi að félagar okkar sem sitja enn við samningaborðið nái öflugum kjarasamningi fyrir sína hópa,“ sagði Ragnar Þór, formaður VR í viðtali við fréttastofu í kvöld. Ólíkir hópar með ólíka sýn Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri ágreiningur um forsenduákvæðið meðal annars að tímasetningu þess innan kjarasamningstímans. En snýr þetta bara að þessu ákvæði eða var ákveðið vantraust milli aðila í breiðfylkingunni? „Alls ekki, við erum ólíkir hópar með ólíka sýn og ólík markmið,“ sagði hann. Það var talað um í upphafi að þið væruð sterk saman og ætluðuð að ganga í takt. Finnst ykkur eins og ykkur í VR hafi verið ýtt út að einhverju leyti fyrst það var ekki hægt að ræða málin frekar? „Nei, ég met það ekki svo. Við erum auðvitað langstærsta stéttarfélag landsins og við erum alveg burðug til að standa ein,“ segir Ragnar Þór. Hefði verið betra að standa saman Ragnar segir að auðvitað hefði verið æskilegt ef öll alþýðusambandsfélögin hefðu staðið saman í vinnunni. Hann segist vonast til þess að Breiðfylkingin nái kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins um helgina. Heldurðu að þú náir góðum samning ef þú stendur utan við þessa fylkingu og fylgir á eftir. „Ég hef trú á því. Öðruvísi hefðum við ekki stigið út úr þessu bandalagi nema ég hefði trú á því að við næðum árangri í nokkrum lykilatriðum sem við höfum verið að berjast fyrir. Helgin fari í að skoða hvort VR semji eitt um kjarasamning eða hvort félagið gangi inn í annað bandalag. „Við höfum umboð frá okkar baklandi til þess að undirbúa aðgerðir. Við munum örugglega ræða við önnur stéttarfélög sem hafa verið utan okkar bandalags með möguleika á samstarfi eða einhvers konar bandalagi,“ segir Ragnar. Ertu byrjaður í viðræðum? Hefurðu heyrt í Kristján Þórði hjá Rafiðnaðarsambandinu eða einhverjum hjá fagfélögunum? „Ég er alltaf í góðu sambandi við Kristján og fleiri formenn stéttarfélaga. Við ræðum alltaf reglulega saman og munum örugglega tala saman um helgina,“ sagði Ragnar að lokum. Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Stjórn VR tók ákvörðunina á fundi sínum í hádeginu í dag. Hvað er það við þetta ákvæði sem þið getið ekki unað við? „Ég ætla ekki að fara út í smáatriði, það skiptir mjög miklu máli á þessu stigi að félagar okkar sem sitja enn við samningaborðið nái öflugum kjarasamningi fyrir sína hópa,“ sagði Ragnar Þór, formaður VR í viðtali við fréttastofu í kvöld. Ólíkir hópar með ólíka sýn Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri ágreiningur um forsenduákvæðið meðal annars að tímasetningu þess innan kjarasamningstímans. En snýr þetta bara að þessu ákvæði eða var ákveðið vantraust milli aðila í breiðfylkingunni? „Alls ekki, við erum ólíkir hópar með ólíka sýn og ólík markmið,“ sagði hann. Það var talað um í upphafi að þið væruð sterk saman og ætluðuð að ganga í takt. Finnst ykkur eins og ykkur í VR hafi verið ýtt út að einhverju leyti fyrst það var ekki hægt að ræða málin frekar? „Nei, ég met það ekki svo. Við erum auðvitað langstærsta stéttarfélag landsins og við erum alveg burðug til að standa ein,“ segir Ragnar Þór. Hefði verið betra að standa saman Ragnar segir að auðvitað hefði verið æskilegt ef öll alþýðusambandsfélögin hefðu staðið saman í vinnunni. Hann segist vonast til þess að Breiðfylkingin nái kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins um helgina. Heldurðu að þú náir góðum samning ef þú stendur utan við þessa fylkingu og fylgir á eftir. „Ég hef trú á því. Öðruvísi hefðum við ekki stigið út úr þessu bandalagi nema ég hefði trú á því að við næðum árangri í nokkrum lykilatriðum sem við höfum verið að berjast fyrir. Helgin fari í að skoða hvort VR semji eitt um kjarasamning eða hvort félagið gangi inn í annað bandalag. „Við höfum umboð frá okkar baklandi til þess að undirbúa aðgerðir. Við munum örugglega ræða við önnur stéttarfélög sem hafa verið utan okkar bandalags með möguleika á samstarfi eða einhvers konar bandalagi,“ segir Ragnar. Ertu byrjaður í viðræðum? Hefurðu heyrt í Kristján Þórði hjá Rafiðnaðarsambandinu eða einhverjum hjá fagfélögunum? „Ég er alltaf í góðu sambandi við Kristján og fleiri formenn stéttarfélaga. Við ræðum alltaf reglulega saman og munum örugglega tala saman um helgina,“ sagði Ragnar að lokum.
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira