Enski boltinn

Nú geturðu fengið Haaland ís í Noregi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haaland ísinn.
Haaland ísinn.

Erling Haaland, framherji Manchester City og norska landsliðsins, hefur haslað sér völl á nýjum vettvangi, nefnilega í ísbransanum.

Í Noregi er byrjað að selja svokallaða Haaland-íspinna. Fyrirtækið Hennig Olsen framleiðir þá.

Á umbúðum íspinnans er nafn Haalands auk myndar af honum í norska landsliðsbúningnum.

Um nokkuð hefðbundna íspinna virðist að ræða, vanilluís með smá karamellu og súkkulaði ídýfu með hnetum.

Haaland birti auglýsinguna fyrir ísinn á Instagram-síðu sinni. Hana má sjá hér fyrir neðan.

Haaland skoraði eina mark leiksins þegar City sigraði Brentford á þriðjudaginn. Hann er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með sautján mörk. 

City er í 2. sæti deildarinnar með 56 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Liverpool en á leik til góða. Næsti leikur City er gegn Bournemouth á Vitality vellinum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×