Stefnir í frábært sumar hjá Inter og Sommer á sinn þátt í því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. febrúar 2024 23:00 Yann Sommer hefur átt magnað tímabil. Marco Luzzani/Getty Images Yann Sommer hefur verið hreint út sagt magnaður í marki Inter á leiktíðinni. Liðið trónir á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og fær varla á sig mark ásamt því að vera í fínum málum í einvígi sínu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn 35 ára gamli Sommer gekk í raðir Inter síðast sumar eftir eitt tímabil í röðum Bayern München. Þar varð hann Þýskalandsmeistari og spilaði töluvert af leikjum í fjarveru Manuel Neuer. Hafandi spilað í Sviss og Þýskalandi allan sinn feril þá voru efasemdaraddir í kringum vistaskipti markvarðarins til Mílanó á Ítalíu. André Onana var seldur til Manchester United og virtist Inter stökkva á ódýrasta kostinn. Það hefur nú komið í ljós að sá ódýri kostur var án efa besti kosturinn. Inter lagði Atlético Madríd 1-0 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Var það í 21. sinn sem Sommer hélt marki sínu á leiktíðinni. Raunar hefur Sommer haldið hreinu sjö sinnum oftar en hann hefur þurft að sækja boltann í net sitt. Hinn þaulreyndi Svisslendingur hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum. Ótrúlegur árangur og ljóst að Inter saknar Onana ekki neitt þar sem liðið er níu stiga forskot og leik til góða á Juventus. Yann Sommer has 7 more cleansheats than goals conceded for Inter - INSANITY Don t get any ideas, @ManUtd pic.twitter.com/FY3dGsO002— Italian Football TV (@IFTVofficial) February 21, 2024 Fyrir áhugasöm má sjá Sommer í beinni þegar Inter heimsækir Lecce á sunnudaginn kemur, 25. febrúr, klukkan 16.50. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Sommer gekk í raðir Inter síðast sumar eftir eitt tímabil í röðum Bayern München. Þar varð hann Þýskalandsmeistari og spilaði töluvert af leikjum í fjarveru Manuel Neuer. Hafandi spilað í Sviss og Þýskalandi allan sinn feril þá voru efasemdaraddir í kringum vistaskipti markvarðarins til Mílanó á Ítalíu. André Onana var seldur til Manchester United og virtist Inter stökkva á ódýrasta kostinn. Það hefur nú komið í ljós að sá ódýri kostur var án efa besti kosturinn. Inter lagði Atlético Madríd 1-0 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Var það í 21. sinn sem Sommer hélt marki sínu á leiktíðinni. Raunar hefur Sommer haldið hreinu sjö sinnum oftar en hann hefur þurft að sækja boltann í net sitt. Hinn þaulreyndi Svisslendingur hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum. Ótrúlegur árangur og ljóst að Inter saknar Onana ekki neitt þar sem liðið er níu stiga forskot og leik til góða á Juventus. Yann Sommer has 7 more cleansheats than goals conceded for Inter - INSANITY Don t get any ideas, @ManUtd pic.twitter.com/FY3dGsO002— Italian Football TV (@IFTVofficial) February 21, 2024 Fyrir áhugasöm má sjá Sommer í beinni þegar Inter heimsækir Lecce á sunnudaginn kemur, 25. febrúr, klukkan 16.50.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira