Fótbolti

Son biðlar til sam­landa sinna að fyrir­gefa Lee

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Son og Lee hittust í Lundúnum og sættust sín á milli
Son og Lee hittust í Lundúnum og sættust sín á milli instagram / @hm_son7

Heung Min-Son, fyrirliði Suður-Kóreu og leikmaður Tottenham, hefur beðið samlanda sína að fyrirgefa Kang-In Lee fyrir að slasa sig rétt fyrir undanúrslit Asíumótsins. 

Son meiddist á fingri eftir ágreining við liðsfélaga sína kvöldið fyrir undanúrslitaleik sem Suður-Kóreu tapaði óvænt gegn Jórdaníu. 

Kang-In Lee yfirgaf kvöldverð liðsins snemma, ásamt fleirum, til þess að fara að spila borðtennis. Son var ekki hrifinn af því og það leiddi til átaka sem endaði þannig að fingur Son fór úr lið. 

Son hefur ekki enn jafnað sig að fullu og spilaði um helgina með sárabindi um fingurinn. Alex Pantling/Getty Images

Kang-In Lee flaug til Lundúna fyrr í vikunni til að hitta Son og biðja hann innilega afsökunar. Son birti svo mynd af þeim saman á Instagram og biðlaði til S-kóresku þjóðarinnar að fyrirgefa honum. 

„Þegar ég var ungur gerði ég mörg mistök. Ég er á þeim stað sem ég er núna vegna þess að ég fékk góða leiðsögn frá reynslumeiri mönnum sem hjálpaði mér að verða betri leikmaður. 

Til að koma í veg fyrir slæma hegðun hjá Kang-In í framtíðinni verðum við, reynsluboltarnir í landsliðinu, að hjálpa honum og vísa til betri vegar“ skrifaði Son meðal annars undir færsluna. 


Tengdar fréttir

Klinsmann rekinn í nótt

Suður-kóreska knattspyrnusambandið rak í nótt Jürgen Klinsmann úr starfi landsliðsþjálfara eins og stjórnarmönnum sambandins hafði verið ráðlagt í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×