Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2024 11:41 Frá jarðarför slökkviliðsmanns í Minnesota. Þó nokkrar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum dögum. Að minnsta kosti þrír lögregluþjónar og einn sjúkraflutningamaður hafa verið skotnir til bana í tveimur mismunandi atvikum, auk þess sem ein kona lét lífið og fimm særðust eftir að rifrildi á Waffle House veitingastað varð að skotbardaga. Þá hóf lögregluþjónn skothríð á eigin lögreglubíl í Flórída eftir að akarn féll úr tré og lenti á bíl hans og hann hélt að verið væri að skjóta á sig. Tveir lögregluþjónar og slökkviliðsmaður voru skotnir til bana í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum á sunnudaginn, eftir að þeir voru kallaðir út vegna heimiliserja. Maðurinn mátti samkvæmt lögum ekki eiga skotvopn, vegna fyrri afbrota, en hann hafði lokað sig inn í húsi sínu með sjö börnum, tveggja til fimmtán ára gömlum. Hinn 38 ára gamli Shannon Gooden, særðist í skotbardaga við lögreglu og fannst hann látinn í húsinu þegar sérsveit ruddist þar inn nokkrum klukkustundum síðar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í frétt AP segir að margt sé óljóst varðandi hvað leiddi til skotbardagans en Gooden átti í dag að mæta í dómsal vegna forræðisdeilna hans við móður þriggja elstu barna hans. Ekki liggur fyrir hvenær kom til skotbardagans né hvað leiddi til útkallsins en lögregluþjónar eru sagðir hafa talað við Godden í nokkurn tíma áður en skothríðin hófst. Þegar hún hófst féllu mennirnir þrír og einn lögregluþjónn til viðbótar særðist. Minnst einn þeirra sem dó var skotinn inn í húsi Gooden. Lögreglan segir Gooden hafa átt nokkrar byssur og mikið magn skotfæra en honum hafði verið meinað að eiga skotvopn eftir að hann réðst á mann og hótaði honum með hnífi á bílastæði verslunar árið 2008. Forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja málið enn til rannsóknar og að farið verði nánar yfir hvað gerðist þegar atburðarásin sé ljóst. Skaut lögregluþjón og særði annan Einn lögregluþjónn til viðbótar var skotinn til bana og annar særður í Tennessee fyrr í síðustu viku. Þá höfðu þau Greg McCowan og Shelby Eggers stöðvað Kenneth Wayne DeHart Jr. vegna gruns um að væri við stýri undir áhrifum. Greg McCowan var 43 ára gamall.AP/Fógetinn í Blount County Eftir að DeHart neitaði að stíga út úr bíl sínum beittu lögregluþjónarnir rafbyssu á hann, sem bar ekki tilætlaðan árangur. DeHart tók upp byssu og skaut á báða lögregluþjónana. Greg McCowan, sem var 43 ára gamall, dó og Eggers (22) særðist. Hún skiptis á skotum við DeHart sem keyrði á brott og kallaði út um gluggann: „Ég sagði ykkur það helvítin ykkar.“ Atvikið var fangað á upptökuvélar lögregluþjónanna og úr bíl þeirra. Sjá má myndbandið hér á Youtube en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. DeHart var síðar handtekinn og hefur verið ákærður fyrir morð, tilraun til morðs og fyrir að bera skotvopn á skilorði. Hér að neðan má sjá þegar héraðsmiðillinn WBIR Channel 10 ræddi fór með sérfræðingi yfir myndbandið. Skothríð á veitingastað Ein kona liggur í valnum eftir að viðskiptavinur hóf skothríð á Waffle House veitingastað í Indianapolis í gær. Fimm aðrir særðust í skothríðinni. Ein kona særðist og fjórir menn. Konan er sögð í alvarlegu ástandi. Lögreglan segir tvo hópa hafa verið að rífast á veitingastaðnum og það rifrildi hafi endað í skothríð. Héraðsmiðillinn Indy Star segir óljóst hvort fleiri en einn hafi hleypt af skotum. Ein byssa fannst á veitingastaðnum en önnur fannst í bíl. Skaut inn í eigin lögreglubíl vegna akorns Lögreglan í Flórída opinberaði einnig í vikunni upplýsingar um atvik frá því í nóvember, þar sem lögregluþjónn skaut ítrekað á eigin lögreglubíl. Inn í bílnum sat handjárnaður maður. Lögregluþjónninn var fyrir utan bílinn þegar akarn féll á hann og taldi lögregluþjónninn að maðurinn inn í bílnum hefði skotið á sig. Jesse Hernandez, umræddur lögregluþjónn, taldi sig hafa orðið fyrir skoti, þar sem akarnið hafði skoppað af bílnum og í hann. Hann skutlaði sér í jörðina og kallaði eftir aðstoð. Því næst tók hann upp byssu og skaut fjölda skota inn um afturrúðu bílsins. Annar lögregluþjónn sem var með Hernandez, Beth Roberts, skaut einnig inn í bílinn. Manninn í bílnum sakaði ekki en hann hafði verið handtekinn vegna gruns um að hann hefði stolið bíl kærustu sinnar. Honum var þó sleppt án ákærur og lögregluþjónninn sem hóf skothríðina sagði upp störfum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki þótti tilefni til að ákæra Hernandez en Roberts var ekki refsað fyrir að hafa einnig skotið á bílinn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Þá hóf lögregluþjónn skothríð á eigin lögreglubíl í Flórída eftir að akarn féll úr tré og lenti á bíl hans og hann hélt að verið væri að skjóta á sig. Tveir lögregluþjónar og slökkviliðsmaður voru skotnir til bana í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum á sunnudaginn, eftir að þeir voru kallaðir út vegna heimiliserja. Maðurinn mátti samkvæmt lögum ekki eiga skotvopn, vegna fyrri afbrota, en hann hafði lokað sig inn í húsi sínu með sjö börnum, tveggja til fimmtán ára gömlum. Hinn 38 ára gamli Shannon Gooden, særðist í skotbardaga við lögreglu og fannst hann látinn í húsinu þegar sérsveit ruddist þar inn nokkrum klukkustundum síðar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í frétt AP segir að margt sé óljóst varðandi hvað leiddi til skotbardagans en Gooden átti í dag að mæta í dómsal vegna forræðisdeilna hans við móður þriggja elstu barna hans. Ekki liggur fyrir hvenær kom til skotbardagans né hvað leiddi til útkallsins en lögregluþjónar eru sagðir hafa talað við Godden í nokkurn tíma áður en skothríðin hófst. Þegar hún hófst féllu mennirnir þrír og einn lögregluþjónn til viðbótar særðist. Minnst einn þeirra sem dó var skotinn inn í húsi Gooden. Lögreglan segir Gooden hafa átt nokkrar byssur og mikið magn skotfæra en honum hafði verið meinað að eiga skotvopn eftir að hann réðst á mann og hótaði honum með hnífi á bílastæði verslunar árið 2008. Forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja málið enn til rannsóknar og að farið verði nánar yfir hvað gerðist þegar atburðarásin sé ljóst. Skaut lögregluþjón og særði annan Einn lögregluþjónn til viðbótar var skotinn til bana og annar særður í Tennessee fyrr í síðustu viku. Þá höfðu þau Greg McCowan og Shelby Eggers stöðvað Kenneth Wayne DeHart Jr. vegna gruns um að væri við stýri undir áhrifum. Greg McCowan var 43 ára gamall.AP/Fógetinn í Blount County Eftir að DeHart neitaði að stíga út úr bíl sínum beittu lögregluþjónarnir rafbyssu á hann, sem bar ekki tilætlaðan árangur. DeHart tók upp byssu og skaut á báða lögregluþjónana. Greg McCowan, sem var 43 ára gamall, dó og Eggers (22) særðist. Hún skiptis á skotum við DeHart sem keyrði á brott og kallaði út um gluggann: „Ég sagði ykkur það helvítin ykkar.“ Atvikið var fangað á upptökuvélar lögregluþjónanna og úr bíl þeirra. Sjá má myndbandið hér á Youtube en vert er að vara við því að það getur vakið óhug. DeHart var síðar handtekinn og hefur verið ákærður fyrir morð, tilraun til morðs og fyrir að bera skotvopn á skilorði. Hér að neðan má sjá þegar héraðsmiðillinn WBIR Channel 10 ræddi fór með sérfræðingi yfir myndbandið. Skothríð á veitingastað Ein kona liggur í valnum eftir að viðskiptavinur hóf skothríð á Waffle House veitingastað í Indianapolis í gær. Fimm aðrir særðust í skothríðinni. Ein kona særðist og fjórir menn. Konan er sögð í alvarlegu ástandi. Lögreglan segir tvo hópa hafa verið að rífast á veitingastaðnum og það rifrildi hafi endað í skothríð. Héraðsmiðillinn Indy Star segir óljóst hvort fleiri en einn hafi hleypt af skotum. Ein byssa fannst á veitingastaðnum en önnur fannst í bíl. Skaut inn í eigin lögreglubíl vegna akorns Lögreglan í Flórída opinberaði einnig í vikunni upplýsingar um atvik frá því í nóvember, þar sem lögregluþjónn skaut ítrekað á eigin lögreglubíl. Inn í bílnum sat handjárnaður maður. Lögregluþjónninn var fyrir utan bílinn þegar akarn féll á hann og taldi lögregluþjónninn að maðurinn inn í bílnum hefði skotið á sig. Jesse Hernandez, umræddur lögregluþjónn, taldi sig hafa orðið fyrir skoti, þar sem akarnið hafði skoppað af bílnum og í hann. Hann skutlaði sér í jörðina og kallaði eftir aðstoð. Því næst tók hann upp byssu og skaut fjölda skota inn um afturrúðu bílsins. Annar lögregluþjónn sem var með Hernandez, Beth Roberts, skaut einnig inn í bílinn. Manninn í bílnum sakaði ekki en hann hafði verið handtekinn vegna gruns um að hann hefði stolið bíl kærustu sinnar. Honum var þó sleppt án ákærur og lögregluþjónninn sem hóf skothríðina sagði upp störfum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki þótti tilefni til að ákæra Hernandez en Roberts var ekki refsað fyrir að hafa einnig skotið á bílinn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira