Erlent

Leki kominn að flutninga­skipi í Adenflóa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skipið Rubymar er fullt af áburði sem er afar eldfimur og því er hætta talin á því að skipið gæti sprungið. 
Skipið Rubymar er fullt af áburði sem er afar eldfimur og því er hætta talin á því að skipið gæti sprungið.  EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU

Áhöfn bresks flutningaskips hefur yfirgefið það undan ströndum Jemen eftir að Hútar gerðu árás á það. Skipið Rubymar, sem siglir undir fána Belize en er skráð í Bretlandi var í Aden flóa þegar árásin var gerð.

Um borð er mikið magn áburðar sem er afar eldfimur og skipið er farið að leka. Það liggur nú við ankeri í flóanum og engan úr áhöfninni sakaði. Bretar hafa þegar fordæmt árásina og herskip vesturveldanna eru á staðnum til aðstoðar.

Hútar í Jemen segjast vera að aðstoða Palestínumenn í baráttunni við Ísraela með því að stöðva skipaferðir í Adenflóa.EPA-EFE/YAHYA ARHAB

Árásin er ein sú alvarlegast sem Hútar hafa gert til þessa en undanfarnar vikur hafa þeir skotið eldflaugum að flutningaskipum á svæðinu. Þeir halda því fram að með þessu séu þeir að aðstoða Palestínumenn á Gasa í baráttunni gegn Ísrael.

Árásirnar hafa orðið til þess að mörg skipafélög eru hætt að nota siglingaleiðina en um hana fara venjulega um tólf prósent allrar skipaumferðar í heiminum.


Tengdar fréttir

Ráðast enn og aftur á Húta

Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum.

Olíuflutningaskip í ljósum logum eftir loftárás Húta

Breskt olíuflutningaskip stendur í ljósum logum í Adenflóa eftir að Hútar skutu eldflaug að því í gærkvöldi. Árásin er samkvæmt Hútum viðbragð við auknum árásum Breta og Bandaríkjamanna á Jemen síðastliðnar vikur. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×