Fótbolti

Ajax mætir Ajax í átta liða úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ajax heimsækir Ajax í 8-liða úrslitum.
Ajax heimsækir Ajax í 8-liða úrslitum. @AjaxVrouwen

Dregið var í átta liða úrslit hollensku bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Þar vekur ein viðureign meiri athygli en aðrar.

Ajax er sem stendur í 2. sæti úrvalsdeildar kvenna með 36 stig, níu minna en topplið Twente. Það eru alls tólf lið í efstu deild Hollands og því kemur lítið sem ekkert á óvart að Ajax sé komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar. Mótherji liðsins vekur þó töluverða athygli.

Líkt og í karlaboltanum í Hollandi eru stærstu lið landsins með „Jong“ (U-19 ára) lið skráð til leiks í meistaraflokki. Þau mega ekki spila í sömu deild en þau geta hins vegar mæst í bikarnum og það er raunin að þessu sinni. Þann 16. mars tekur Jong Ajax á móti Ajax í 8-liða úrslitum hollenska bikarsins.

Aðrar viðureignir eru þannig að Íslendingalið Fortuna Sittard tekur á móti Utrecht, topplið Twente heimsækir Feyenoord og Excelsior fær Heerenveen í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×