Vandræði Bayern undir stjórn Tuchel: „Eins og í hryllingsmynd“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2024 07:01 Tuchel eftir enn eitt tap Bayern um liðna helgi. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Það gengur ekkert upp hjá Bayern München þessa dagana. Eftir 3-2 tap gegn Bochum um liðna helgi er liðið átta stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso í Bayer Leverkusen þegar 12 umferðir eru eftir af þýsku úrvalsdeild karla þetta tímabilið. Þegar Thomas Tuchel var ráðinn þjálfari Bayern München í mars á síðasta ári þá var það því Julian Nagelsmann var ekki talinn passa nægilega vel inn í það sem Bayern stendur fyrir. Tuchel tókst að landa titlinum, með herkjum, en nú – eftir gríðarlega einokun – virðist sem titillinn sé runninn úr greipum Bæjara. Borussia Dortmund vann þýska meistaratitilinn vorið 2012 en síðan þá hefur Bayern staðið uppi sem sigurvegari. Er Xabi svarið? Þýska stórveldið virðist hins vegar standa á tímamótum og nú þegar er farið að orða Xabi Alonso við starfið fari svo að Tuchel verði sparkað. Xabi lék með liðinu frá 2014 til 2017 og varð meistari öll árin. Alonso er án efa einn eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir en hann hefur verið bæði orðaður við Liverpool og Real Madríd eftir ótrúlegan uppgang Leverkusen. Það kemur á óvart að Bayern sé til í að taka sénsinn á ungum og efnilegum stjóra eftir allt sem gekk á þegar Nagelsmann stýrði liðinu. Hann var ráðinn því hann var talinn vera framtíð þýskrar knattspyrnu eftir að hafa vakið gríðarlega athygli vegna árangurs - og spilamennsku - Hoffenheim og RB Leipzig. Það virtist þó sem hinn framúrstefnulegi væri ekki allra hjá Bayern og á endanum var hann látinn fara. Í hans stað kom Tuchel sem átti að stýra skútunni örugglega í höfn en hjá Bayern þýðir það að vinna deildina og komast langt í Meistaradeild Evrópu. Tuchel tókst með herkjum að sigla skútunni í höfn. Hryllingsmyndin sem engan enda tekur Nú virðist Tuchel hins vegar gjörsamlega keyrt skútuna í kaf og það sem eftir er af henni stendur í ljósum logum. Því til sönnunar má nefna að Leon Goretzka, miðjumaður Bayern, talaði um að liðið væri „fast í hryllingsmynd“ eftir tapið hrottalega gegn Bochum um liðna helgi. Ekki nóg með það heldur sagði miðjumaðurinn einnig að eins og staðan væri í dag þá gæti hann ekki séð Bayern vinna deildina í ár. Tapið gegn Bochum var þriðja tap liðsins í röð. Þar áður töpuðu Bæjarar 0-1 fyrir Lazio í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en taphrinan hófst með slæmu 0-3 tapi gegn Leverkusen í uppgjöri toppliðanna. Ef þetta væri ekki nóg þá steinlá Bayern gegn RB Leipzig í þýska Ofurbikarnum. Þá féll Bayern úr leik í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar eftir skammarlegt tap gegn FC Saarbrücken á einhvern ótrúlegan hátt. Það eina sem Tuchel getur haldið í sem stendur er að ef horft er í tölfræðina gegn Bochum átti Bayern ekki skilið að tapa en liðið skapaði sér urmul tækifæra. Þegar öllu var hins vegar á botninn hvolft þá tapaði liðið og ótrúleg 11 tímabila sigurhrina Bayern í Þýskalandi virðist á enda. Hvort Bayern reki Tuchel er alls óvíst en stjórnarmenn liðsins hafa þrjóskast við til þessa og hafa opinberlega sagt að hann sé rétti maðurinn í starfið. Hvort það verði staðan eftir að Xabi lyftir þýska meistaratitlinum í vor er annað mál. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Þegar Thomas Tuchel var ráðinn þjálfari Bayern München í mars á síðasta ári þá var það því Julian Nagelsmann var ekki talinn passa nægilega vel inn í það sem Bayern stendur fyrir. Tuchel tókst að landa titlinum, með herkjum, en nú – eftir gríðarlega einokun – virðist sem titillinn sé runninn úr greipum Bæjara. Borussia Dortmund vann þýska meistaratitilinn vorið 2012 en síðan þá hefur Bayern staðið uppi sem sigurvegari. Er Xabi svarið? Þýska stórveldið virðist hins vegar standa á tímamótum og nú þegar er farið að orða Xabi Alonso við starfið fari svo að Tuchel verði sparkað. Xabi lék með liðinu frá 2014 til 2017 og varð meistari öll árin. Alonso er án efa einn eftirsóttasti þjálfari heims um þessar mundir en hann hefur verið bæði orðaður við Liverpool og Real Madríd eftir ótrúlegan uppgang Leverkusen. Það kemur á óvart að Bayern sé til í að taka sénsinn á ungum og efnilegum stjóra eftir allt sem gekk á þegar Nagelsmann stýrði liðinu. Hann var ráðinn því hann var talinn vera framtíð þýskrar knattspyrnu eftir að hafa vakið gríðarlega athygli vegna árangurs - og spilamennsku - Hoffenheim og RB Leipzig. Það virtist þó sem hinn framúrstefnulegi væri ekki allra hjá Bayern og á endanum var hann látinn fara. Í hans stað kom Tuchel sem átti að stýra skútunni örugglega í höfn en hjá Bayern þýðir það að vinna deildina og komast langt í Meistaradeild Evrópu. Tuchel tókst með herkjum að sigla skútunni í höfn. Hryllingsmyndin sem engan enda tekur Nú virðist Tuchel hins vegar gjörsamlega keyrt skútuna í kaf og það sem eftir er af henni stendur í ljósum logum. Því til sönnunar má nefna að Leon Goretzka, miðjumaður Bayern, talaði um að liðið væri „fast í hryllingsmynd“ eftir tapið hrottalega gegn Bochum um liðna helgi. Ekki nóg með það heldur sagði miðjumaðurinn einnig að eins og staðan væri í dag þá gæti hann ekki séð Bayern vinna deildina í ár. Tapið gegn Bochum var þriðja tap liðsins í röð. Þar áður töpuðu Bæjarar 0-1 fyrir Lazio í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en taphrinan hófst með slæmu 0-3 tapi gegn Leverkusen í uppgjöri toppliðanna. Ef þetta væri ekki nóg þá steinlá Bayern gegn RB Leipzig í þýska Ofurbikarnum. Þá féll Bayern úr leik í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar eftir skammarlegt tap gegn FC Saarbrücken á einhvern ótrúlegan hátt. Það eina sem Tuchel getur haldið í sem stendur er að ef horft er í tölfræðina gegn Bochum átti Bayern ekki skilið að tapa en liðið skapaði sér urmul tækifæra. Þegar öllu var hins vegar á botninn hvolft þá tapaði liðið og ótrúleg 11 tímabila sigurhrina Bayern í Þýskalandi virðist á enda. Hvort Bayern reki Tuchel er alls óvíst en stjórnarmenn liðsins hafa þrjóskast við til þessa og hafa opinberlega sagt að hann sé rétti maðurinn í starfið. Hvort það verði staðan eftir að Xabi lyftir þýska meistaratitlinum í vor er annað mál.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira