Fótbolti

Nagelsmann var rekinn í skíðaferð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Julian Nagelsmann þarf að finna sér nýtt starf.
Julian Nagelsmann þarf að finna sér nýtt starf. getty/Marius Becker

Julian Nagelsmann fékk fregnirnar að Bayern München hefði sagt honum upp störfum þegar hann var í skíðaferð.

Þýskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Bayern væri búið að reka Nagelsmann og Thomas Tuchel tæki við Þýskalandsmeisturunum. Bayern hefur ekki enn staðfest tíðindin.

Samkvæmt Bild var Nagelsmann rekinn í gær en hann er staddur í skíðaferð í Austurríki. Búist er við að Tuchel taki til starfa hjá Bayern á mánudaginn.

Nagelsmann tók við Bayern fyrir síðasta tímabil. Hann stýrði liðinu í 84 leikjum og sextíu þeirra unnust. Bayern varð þýskur meistari á síðasta tímabili.

Bayern tapaði fyrir Bayer Leverkusen, 2-1, í síðasta leiknum undir stjórn Nagelsmanns. Það var aðeins þriðja tap Bæjara á tímabilinu. Bayern er í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Borussia Dortmund. Þá er Bayern komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið alla átta leiki sína í keppninni í vetur.

Áður en Nagelsmann tók við Bayern þjálfaði hann Hoffenheim og RB Leipzig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×