Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.  Vísir/Vilhelm

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum reiknar með að upp úr hádegi muni hann tilkynna um nýtt og breytt fyrirkomulag aðgengis fyrir Grindvíkinga en fyrirkomulagið verður þó óbreytt út daginn í dag.

Við fjöllum í hádegisfréttum um aðgengi Grindvíkinga að bænum sínum og heyrum einnig í framkvæmdastjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis. 

Þá verður fjallað um starf sjálfboðaliðanna í Egyptalandi en diplómatar á vegum utanríkisráðuneytisins höfðu um helgina samband við þá. Fleiri eru á leið út til að halda verkefninu áfram. 

Einnig heyrum við í Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR og tökum stöðuna á kjaraviðræðunum. 

Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um gott gengi Selfoss í næstefstu deild kvenna í handbolta og einnig beinum við sjónum okkar að Meistaramóti Íslands í frjálsum sem fram fór um helgina. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×