Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands minnast Navalní Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 08:15 Nigel Casey við minnisvarðann í Moskvu. Sendiráð Breta í Rússlandi Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku. Fjöldi fólks hefur lagt blóm að Solovetsky-steininum í Moskvu, sem er minnisvarði um fórnarlömb pólitískra ofsókna, eftir að greint var frá því að Navalní hefði látist í fangelsi. „Í dag syrgjum við dauða Alexei Navalní og annarra fórnarlamba pólitískra ofsókna í Rússlandi við Solovetsky-steininn,“ sagði sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu á samfélagsmiðlum. „Við vottum fjölskyldu Alexei Navalní, samstarfsmönnum og stuðningsmönnum okkar dýpstu samúð. Styrkur hans var innblástur og öðrum til eftirbreytni. Við heiðrum minningu hans.“ Sendiráð Bretlands birti mynd af sendiherranum, Nigel Casey, við minnisvarðann og kallaði einnig eftir ítarlegri og gegnsærri rannsókn á dauða Navalní. Utanríkisráðuneytið hefði kallað sendiherra Rússlands á teppið og þeim skilaboðum komið til áleiðis að Bretar teldu stjórnvöld í Rússlandi ábyrg fyrir dauða Navalní. Today at the Solovetsky Stone we mourn the passing of Alexey Navalny and all other victims of political repression in Russia.Our hearts go out to his family, friends and supporters. His strength is an inspiration. We honor his memory. https://t.co/jY00QZ3g0j— / U.S. Embassy Russia (@USEmbRu) February 18, 2024 Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddu saman í gær og voru sammála um nauðsyn þess að draga seku til ábyrgðar. Yulia, eiginkona Navalní, mun hitta utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í dag. Fjölmiðlar hafa greint frá því að móðir hans, Lyudmila, hafi komið að lokuðum dyrum þegar hún hugðist vitja um líkamsleifar sonar síns í bænum Salekhard. Var henni tjáð að fyrsta krufning líksins hefði ekki skilað niðurstöðu og að gera þyrfti aðra krufningu. Vladimir Pútín Rússlandsforsti hefur ekki tjáð sig um dauða Navalní, sem var hans harðasti gagnrýnandi, en það hefur verið staðfest að forsetinn hafi verið uppýstur um tíðindin. Rússland Bandaríkin Bretland Mál Alexei Navalní Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Fjöldi fólks hefur lagt blóm að Solovetsky-steininum í Moskvu, sem er minnisvarði um fórnarlömb pólitískra ofsókna, eftir að greint var frá því að Navalní hefði látist í fangelsi. „Í dag syrgjum við dauða Alexei Navalní og annarra fórnarlamba pólitískra ofsókna í Rússlandi við Solovetsky-steininn,“ sagði sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu á samfélagsmiðlum. „Við vottum fjölskyldu Alexei Navalní, samstarfsmönnum og stuðningsmönnum okkar dýpstu samúð. Styrkur hans var innblástur og öðrum til eftirbreytni. Við heiðrum minningu hans.“ Sendiráð Bretlands birti mynd af sendiherranum, Nigel Casey, við minnisvarðann og kallaði einnig eftir ítarlegri og gegnsærri rannsókn á dauða Navalní. Utanríkisráðuneytið hefði kallað sendiherra Rússlands á teppið og þeim skilaboðum komið til áleiðis að Bretar teldu stjórnvöld í Rússlandi ábyrg fyrir dauða Navalní. Today at the Solovetsky Stone we mourn the passing of Alexey Navalny and all other victims of political repression in Russia.Our hearts go out to his family, friends and supporters. His strength is an inspiration. We honor his memory. https://t.co/jY00QZ3g0j— / U.S. Embassy Russia (@USEmbRu) February 18, 2024 Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddu saman í gær og voru sammála um nauðsyn þess að draga seku til ábyrgðar. Yulia, eiginkona Navalní, mun hitta utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í dag. Fjölmiðlar hafa greint frá því að móðir hans, Lyudmila, hafi komið að lokuðum dyrum þegar hún hugðist vitja um líkamsleifar sonar síns í bænum Salekhard. Var henni tjáð að fyrsta krufning líksins hefði ekki skilað niðurstöðu og að gera þyrfti aðra krufningu. Vladimir Pútín Rússlandsforsti hefur ekki tjáð sig um dauða Navalní, sem var hans harðasti gagnrýnandi, en það hefur verið staðfest að forsetinn hafi verið uppýstur um tíðindin.
Rússland Bandaríkin Bretland Mál Alexei Navalní Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira