Svarar orðrómum um áhuga Liverpool Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2024 18:00 Ange Postecoglou ætlar að einbeita sér að sinni vinnu hjá Tottenham áður en hann fer að velta fyrir sér orðrómum um Liverpool. Nigel French/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur svarað þeim orðrómum um að Liverpool hafi áhuga á því að fá hann til að taka við liðinu þegar Jürgen Klopp kveður félagið að yfirstandandi tímabili loknu. Ástralinn er einn af þeim sem hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki Klopp sem knattspyrnustjóri Liverpool, en Postecoglou var harður stuðningsmaður Liverpool á sínum yngri árum. Postecoglou hefur farið vel af stað með Tottenham síðan hann tók við liðinu í sumar og Tottenham situr nú í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 47 stig eftir 24 leiki, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool. Hann er að klára sitt fyrsta ár sem stjóri Tottenham, en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið síðastliðið sumar. „Ég er bara búinn að vera hérna í sjö mánuði þannig ég held að þetta segi sig allt sjálft,“ sagði Postecoglou á blaðamannafundi í dag. „Það særir mig að segja það að við eigum enn langan veg framundan þegar kemur að fótboltanum sem við viljum spila, liðinu sem við viljum vera og hópnum sem við viljum hafa. Við erum bara búnir að eiga tvo góða glugga og erum búnir að eiga fínt tímabil, en það er mikið eftir.“ 🚨⚪️ Ange Postecoglou has laughed off speculation that he has been added to Liverpool's managerial shortlist. pic.twitter.com/cBRO0DtDox— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2024 Þá virðist Ástralinn ekki mikið vera að velta þessum orðrómum fyrir sér. „Núna snýst þetta um að klára tímabilið vel með Tottenham og að koma upp sterkum grunni sem við getum byggt á í framtíðinni. Við getum einungis gert það ef ég er fullkomlega einbeittur á þessa fjórtán leiki sem við eigum eftir og hvað þeir geta gert fyrir okkur.“ Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Ástralinn er einn af þeim sem hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki Klopp sem knattspyrnustjóri Liverpool, en Postecoglou var harður stuðningsmaður Liverpool á sínum yngri árum. Postecoglou hefur farið vel af stað með Tottenham síðan hann tók við liðinu í sumar og Tottenham situr nú í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 47 stig eftir 24 leiki, sjö stigum á eftir toppliði Liverpool. Hann er að klára sitt fyrsta ár sem stjóri Tottenham, en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið síðastliðið sumar. „Ég er bara búinn að vera hérna í sjö mánuði þannig ég held að þetta segi sig allt sjálft,“ sagði Postecoglou á blaðamannafundi í dag. „Það særir mig að segja það að við eigum enn langan veg framundan þegar kemur að fótboltanum sem við viljum spila, liðinu sem við viljum vera og hópnum sem við viljum hafa. Við erum bara búnir að eiga tvo góða glugga og erum búnir að eiga fínt tímabil, en það er mikið eftir.“ 🚨⚪️ Ange Postecoglou has laughed off speculation that he has been added to Liverpool's managerial shortlist. pic.twitter.com/cBRO0DtDox— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2024 Þá virðist Ástralinn ekki mikið vera að velta þessum orðrómum fyrir sér. „Núna snýst þetta um að klára tímabilið vel með Tottenham og að koma upp sterkum grunni sem við getum byggt á í framtíðinni. Við getum einungis gert það ef ég er fullkomlega einbeittur á þessa fjórtán leiki sem við eigum eftir og hvað þeir geta gert fyrir okkur.“
Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira