Þúsundir tonna af metangasi láku út í andrúmsloftið á sex mánuðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 12:21 Lekinn átti sér stað úr borholu í Mangistau í Kasakstan. Getty Áætlað er að um 127 þúsund tonn af metangasi hafi sloppið út í andrúmsloftið eftir að eldur kviknaði í kjölfar sprengingar í borholu í Kasakstan. Eldurinn geisaði í sex mánuði og áhrif losunarinnar sögð jafngilda árslosun 717 þúsund bensínbifreiða. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem eiga borholuna neita því að „umtalsvert magn“ metans hafi sloppið út. BBC segir um að ræða einn stærsta metanleka sögunnar og hefur eftir Manfredi Caltagirone, yfirmanni stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með metanlosun, að umfang og tímalengd lekans séu óvenjuleg. Lekinn er sagður hafa hafist 9. júní í fyrra þegar sprenging átti sér stað við borun tilraunaholu í Mangistau í suðvesturhluta Kasakstan. Eldur kviknaði við sprenginguna og ekki náðust tök á honum fyrr en undir lok desember. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt BBC að unnið sé að því að innsigla brunninn með steypu. Sumir gervinhnettir geta numið metan og það var rannsókanrfyrirtækið Kayrros sem varð fyrst vart við lekann. Greiningar fyrirtækisins hafa verið staðfestar af stofnunum í Hollandi og á Spáni. Metangas skilur eftir sig „fingrafar“ þegar sólarljós fellur á það, sem gervihnettirnir nema, og það gerðist alls 115 sinnum á tímabilinu júní til desember. Útfrá gögnum mátu vísindamenn að losunin hefði numið um 127 þúsund tonnum. Luis Guanter, við Polytechnic University of Valencia, segir að aðeins Nord Stream-lekinn sem uppgötvaðist árið 2022 hafi valdið meiri losun. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni má rekja um 30 prósent af hækkun lofthita frá tímum iðnbyltingarinnar til metanlosunar. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC. Loftslagsmál Kasakstan Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins sem eiga borholuna neita því að „umtalsvert magn“ metans hafi sloppið út. BBC segir um að ræða einn stærsta metanleka sögunnar og hefur eftir Manfredi Caltagirone, yfirmanni stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með metanlosun, að umfang og tímalengd lekans séu óvenjuleg. Lekinn er sagður hafa hafist 9. júní í fyrra þegar sprenging átti sér stað við borun tilraunaholu í Mangistau í suðvesturhluta Kasakstan. Eldur kviknaði við sprenginguna og ekki náðust tök á honum fyrr en undir lok desember. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt BBC að unnið sé að því að innsigla brunninn með steypu. Sumir gervinhnettir geta numið metan og það var rannsókanrfyrirtækið Kayrros sem varð fyrst vart við lekann. Greiningar fyrirtækisins hafa verið staðfestar af stofnunum í Hollandi og á Spáni. Metangas skilur eftir sig „fingrafar“ þegar sólarljós fellur á það, sem gervihnettirnir nema, og það gerðist alls 115 sinnum á tímabilinu júní til desember. Útfrá gögnum mátu vísindamenn að losunin hefði numið um 127 þúsund tonnum. Luis Guanter, við Polytechnic University of Valencia, segir að aðeins Nord Stream-lekinn sem uppgötvaðist árið 2022 hafi valdið meiri losun. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni má rekja um 30 prósent af hækkun lofthita frá tímum iðnbyltingarinnar til metanlosunar. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC.
Loftslagsmál Kasakstan Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira