Kannabis geri honum kleift að hreyfa sig Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2024 11:43 Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. Vísir Karlmaður sem er með stanslausa verki vegna ólæknandi taugasjúkdóma biðlar til stjórnvalda að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. Jurtin geri honum kleift að hreyfa sig um á daginn þar sem önnur lyf virki ekki. Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. „Þessu fylgir gigt en ég veit ekki nákvæmlega hvaða gigt það er því ég hef ekki komist til gigtarlæknis frá því að þetta ferli hófst. Ég fæ ekki tíma.“ sagði Hólmsteinn Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist vakna alla morgna út af verkjum. „Þetta er mjög lýjandi og erfitt.“ Vaknar verkjaður „Ef við tökum hjúkrunarskalann einn og upp í tíu, eins og að það sé að missa útlim, þá er mín upplifun að ég sé í níu á morgnanna. Ég vakna út af verkjum.“ Hólmsteinn segist hafa prófað fjölmörg hefðbundin lyf, verkjalyf en ekkert virki. „Og þá erum við komin að kannabisinu,“ segir þáttastjórnandinn Heimir Karlsson. „Þá erum við komin að því. Sá bolti byrjar í CBD, hreinu og fer úr því í Full Spectrum,“ segir Hólmsteinn. Efnið geri honum kleift að hreyfa sig Sem hafi reynst honum vel. Hann notar einn til tvo dropa af CBD olíunni, sem inniheldur náttúrulegan kannabínóða, til að geta hreinlega labbað um. „Því ég get ekki labbað um lyfjalaus, það er ekki hægt. Síðan í framhaldi af því þegar líður á daginn þá hef ég þurft að grípa í veipið og fá eitt veip. Eins og þegar ég kem heim eftir langan dag og hef verið á ferðinni.“ Biður stjórnvöld um hjálp Olían og veipið slái mjög á verkina þó verkirnir fari ekki alveg. Hann biður yfirvöld um hjálp og hvetur stjórnvöld til að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. „Við erum að tala um að þetta er lyf og ég horfi og tala um þetta sem lyf. Þetta er búið að vera það í fleiri þúsund ár. Ég bið fólk, þó það fletti ekki nema bara þúsund ár aftur í tímann, að renna yfir það með opnum huga. Það væri frábært.“ Kannabis Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Hólmsteinn Bjarni Birgisson er 44 ára og greindist með tvo ólæknandi taugasjúkdóma fyrir tveimur árum. Sjúkdómarnir valda honum miklum erfiðleikum í daglegu lífi og er hann öryrki í dag vegna þeirra. „Þessu fylgir gigt en ég veit ekki nákvæmlega hvaða gigt það er því ég hef ekki komist til gigtarlæknis frá því að þetta ferli hófst. Ég fæ ekki tíma.“ sagði Hólmsteinn Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist vakna alla morgna út af verkjum. „Þetta er mjög lýjandi og erfitt.“ Vaknar verkjaður „Ef við tökum hjúkrunarskalann einn og upp í tíu, eins og að það sé að missa útlim, þá er mín upplifun að ég sé í níu á morgnanna. Ég vakna út af verkjum.“ Hólmsteinn segist hafa prófað fjölmörg hefðbundin lyf, verkjalyf en ekkert virki. „Og þá erum við komin að kannabisinu,“ segir þáttastjórnandinn Heimir Karlsson. „Þá erum við komin að því. Sá bolti byrjar í CBD, hreinu og fer úr því í Full Spectrum,“ segir Hólmsteinn. Efnið geri honum kleift að hreyfa sig Sem hafi reynst honum vel. Hann notar einn til tvo dropa af CBD olíunni, sem inniheldur náttúrulegan kannabínóða, til að geta hreinlega labbað um. „Því ég get ekki labbað um lyfjalaus, það er ekki hægt. Síðan í framhaldi af því þegar líður á daginn þá hef ég þurft að grípa í veipið og fá eitt veip. Eins og þegar ég kem heim eftir langan dag og hef verið á ferðinni.“ Biður stjórnvöld um hjálp Olían og veipið slái mjög á verkina þó verkirnir fari ekki alveg. Hann biður yfirvöld um hjálp og hvetur stjórnvöld til að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. „Við erum að tala um að þetta er lyf og ég horfi og tala um þetta sem lyf. Þetta er búið að vera það í fleiri þúsund ár. Ég bið fólk, þó það fletti ekki nema bara þúsund ár aftur í tímann, að renna yfir það með opnum huga. Það væri frábært.“
Kannabis Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira