Son blöskraði borðtennisspilið og meiddist í átökum við liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 11:30 Son Heung-min var með fingurinn í spelku í undanúrslitaleiknum gegn Jórdaníu í síðustu viku, og einnig í leik með Tottenham gegn Brighton um helgina. Getty/Etsuo Hara Son Heung-min, fyrirliði Tottenham og Suður-Kóreu, meiddist í fingri þegar hann reifst við unga liðsfélaga í suður-kóreska landsliðinu kvöldið fyrir undanúrslitaleik á Asíumótinu í fótbolta. Suður-Kórea átti fyrir höndum leik við Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins, sem liðið tapaði svo afar óvænt. Kvöldið fyrir leik snæddu leikmenn saman kvöldverð en nokkrir af yngri leikmönnum liðsins drifu sig frá matarborðinu til þess að fara að spila borðtennis. Þetta kunnu Son og fleiri af eldri leikmönnunum ekki að meta og létu þá yngri heyra það, og rifrildið endaði með því að Son fór úr fingurlið. Þetta staðfesti talsmaður suður-kóreska knattspyrnusambandsins við Yonhap fréttaveituna í dag, eftir frétt The Sun af málinu í gær. Sjá mátti Son með fingur í spelku í undanúrslitaleiknum, sem og þegar hann lagði upp sigurmark Tottenham gegn Brighton á laugardaginn. Liðsfélagi sagður hafa reynt að kýla Son Í frétt The Sun segir að yngri leikmennirnir, þar á meðal Lee Kang-in úr PSG, hafi neitað að setjast aftur við matarborðið, eins og Son fór fram á, og talað við hann af vanvirðingu. Lee hafi reynt að slá til Son. Stía hafi þurft mönnum í sundur og Son meiðst í þeim átökum. Jürgen Klinsmann reynir að hughreysta Son Heung-min eftir tapið gegn Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins.Getty/Ismael Adnan Yaqoob Málið hefur vakið mikla athygli í Suður-Kóreu og hefur spurningamerki verið sett við landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann, bæði vegna úrslitanna og vegna þess hvernig hann tók á málinu. Son og nokkrir fleiri af reyndari leikmönnum Suður-Kóreu munu hafa farið fram á að Klinsmann tæki Lee út úr leikmannahópnum fyrir leikinn við Jórdaníu en því hafnaði Þjóðverjinn. Klinsmann mun funda með forráðamönnum suður-kóreska knattspyrnusambandsins á morgun. Enski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Suður-Kórea átti fyrir höndum leik við Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins, sem liðið tapaði svo afar óvænt. Kvöldið fyrir leik snæddu leikmenn saman kvöldverð en nokkrir af yngri leikmönnum liðsins drifu sig frá matarborðinu til þess að fara að spila borðtennis. Þetta kunnu Son og fleiri af eldri leikmönnunum ekki að meta og létu þá yngri heyra það, og rifrildið endaði með því að Son fór úr fingurlið. Þetta staðfesti talsmaður suður-kóreska knattspyrnusambandsins við Yonhap fréttaveituna í dag, eftir frétt The Sun af málinu í gær. Sjá mátti Son með fingur í spelku í undanúrslitaleiknum, sem og þegar hann lagði upp sigurmark Tottenham gegn Brighton á laugardaginn. Liðsfélagi sagður hafa reynt að kýla Son Í frétt The Sun segir að yngri leikmennirnir, þar á meðal Lee Kang-in úr PSG, hafi neitað að setjast aftur við matarborðið, eins og Son fór fram á, og talað við hann af vanvirðingu. Lee hafi reynt að slá til Son. Stía hafi þurft mönnum í sundur og Son meiðst í þeim átökum. Jürgen Klinsmann reynir að hughreysta Son Heung-min eftir tapið gegn Jórdaníu í undanúrslitum Asíumótsins.Getty/Ismael Adnan Yaqoob Málið hefur vakið mikla athygli í Suður-Kóreu og hefur spurningamerki verið sett við landsliðsþjálfarann Jürgen Klinsmann, bæði vegna úrslitanna og vegna þess hvernig hann tók á málinu. Son og nokkrir fleiri af reyndari leikmönnum Suður-Kóreu munu hafa farið fram á að Klinsmann tæki Lee út úr leikmannahópnum fyrir leikinn við Jórdaníu en því hafnaði Þjóðverjinn. Klinsmann mun funda með forráðamönnum suður-kóreska knattspyrnusambandsins á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira