Salah meiddist í leik með Egyptalandi í Afríkukeppninni í síðasta mánuði. Hann tognaði þá aftan í læri sem var mikið áfall fyrir egypska landsliðið sem fór ekki langt í keppninni án hans.
Time for today's session pic.twitter.com/XdEOmoCDf4
— Liverpool FC (@LFC) February 13, 2024
Salah fór heim til Liverpool til að fá sem bestu meðhöndlun og hún virðist hafa gengið vel.
Það að hann sé byrjaður að æfa þýðir að það styttist óðum í endurkomu hans inn á völlinn.
Þessi 31 árs gamli framherji hefur verið frábær á tímabilinu og er þegar kominn með fjórtán deildarmörk og átta stoðsendingar að auki.
Næsti leikur Liverpool er á móti Brentford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
— Liverpool FC (@LFC) February 13, 2024