Frakkar herða útlendingalög með umdeildri breytingu í Indlandshafi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 14:07 Börn á Mayotte. Getty/Gamma-Rapho Sem hluti af nýrri útlendingalöggjöf Frakklands munu þeir sem fæðast á eyjaklasanum Mayotte ekki lengur sjálfkrafa vera franskir ríkisborgarar. Íbúar klasans hafa mótmælt á götum úti í þrjár vikur vegna yfirvofandi breytinga. Norðan við Madagaskar og austur af ströndum Mósambík má finna eyjaklasann Mayotte. Landsvæði eyjunnar er 374 ferkílómetrar, svipað og Reykjavík og Kópavogur til samans. Þar búa 320 þúsund manns, lang flestir á stærstu eyju klasans, Grande-Terre, sem þýðist yfir á íslensku sem „Stórt-Land“. Fæðast sem Frakkar Mayotte hefur tilheyrt Frakklandi síðan árið 1841 og var um tíma oft talað um hana sem hluta af Kómoreyjum sem eru staðsettar ekki langt vestur af Mayotte. Árið 1975 fengu Kómorar sjálfstæði frá Frökkum en það vildu íbúar Mayotte ekki. Þeir kusu að halda áfram að vera undir stjórn Frakka og árið 2011 varð klasinn formlega „handanhafssýsla“ Frakka, það er sýsla innan Frakklands sem staðsett er í annarri heimsálfu. Íbúi þar hafði þar með nákvæmlega sömu réttindi og íbúi Frakklands á meginlandi Evrópu. Vegna þessa „handanhafssýslu“-stöðu innan franska stjórnkerfisins hafa allir innfæddir íbúar Mayotte fengið franskan ríkisborgararétt, sem og þeir sem fæðast þar í landi, óháð því hvers lenskir þeir eru. Við það hefur skapast stórt vandamál fyrir Frakka, sem er að fólk frá fátækari löndum nálægt Mayotte, til að mynda Kómoreyjum, flytur þangað í leit að betra lífi, og frönskum ríkisborgararétt fyrir börnin sín. Tæplega helmingur íbúa Mayotte eru erlendir ríkisborgarar en samkvæmt tölfræði frá árinu 2018 lifa 84 prósent íbúa undir fátæktarmörkunum. Fjörutíu prósent búa í bárujárnskofum, 34 prósent eru atvinnulausir og 29 prósent íbúa hafa ekkert vatn á heimili sínu. Þá er helmingur íbúa undir sautján ára aldri. Hingað og ekki lengra Nýlega kynnti innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, ný lög sem snúa eingöngu að íbúum Mayotte. Héðan í frá eru er ekki hægt að verða franskur ríkisborgari nema þú sért getinn af frönskum ríkisborgara. „Þetta eru gríðarlega sterk, skýr og róttækar aðgerðir, sem augljóslega eiga eingöngu við um Mayotte-eyjaklasann,“ hefur The Guardian eftir Darmanin. Hægri vængurinn vill ganga lengra Fjölmargir íbúar eyjunnar hafa mótmælt þessari umdeildu breytingu síðustu vikur en vinstri flokkar í Frakklandi segja þetta vera skýrt brot á stjórnarskrá landsins. Hægri flokkarnir vilja hins vegar ganga enn lengra og innleiða sömu reglu í öllu Frakklandi. „Macron talar mikið, en gerir ekki neitt. Við verðum að hætta að veita öllum þeim sem fæðast á franskri grundu ríkisborgararétt,“ hafði Éric Zemmour, fyrrverandi forsetaframbjóðandi á hægri vængnum, um málið að segja. Frakkland Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Norðan við Madagaskar og austur af ströndum Mósambík má finna eyjaklasann Mayotte. Landsvæði eyjunnar er 374 ferkílómetrar, svipað og Reykjavík og Kópavogur til samans. Þar búa 320 þúsund manns, lang flestir á stærstu eyju klasans, Grande-Terre, sem þýðist yfir á íslensku sem „Stórt-Land“. Fæðast sem Frakkar Mayotte hefur tilheyrt Frakklandi síðan árið 1841 og var um tíma oft talað um hana sem hluta af Kómoreyjum sem eru staðsettar ekki langt vestur af Mayotte. Árið 1975 fengu Kómorar sjálfstæði frá Frökkum en það vildu íbúar Mayotte ekki. Þeir kusu að halda áfram að vera undir stjórn Frakka og árið 2011 varð klasinn formlega „handanhafssýsla“ Frakka, það er sýsla innan Frakklands sem staðsett er í annarri heimsálfu. Íbúi þar hafði þar með nákvæmlega sömu réttindi og íbúi Frakklands á meginlandi Evrópu. Vegna þessa „handanhafssýslu“-stöðu innan franska stjórnkerfisins hafa allir innfæddir íbúar Mayotte fengið franskan ríkisborgararétt, sem og þeir sem fæðast þar í landi, óháð því hvers lenskir þeir eru. Við það hefur skapast stórt vandamál fyrir Frakka, sem er að fólk frá fátækari löndum nálægt Mayotte, til að mynda Kómoreyjum, flytur þangað í leit að betra lífi, og frönskum ríkisborgararétt fyrir börnin sín. Tæplega helmingur íbúa Mayotte eru erlendir ríkisborgarar en samkvæmt tölfræði frá árinu 2018 lifa 84 prósent íbúa undir fátæktarmörkunum. Fjörutíu prósent búa í bárujárnskofum, 34 prósent eru atvinnulausir og 29 prósent íbúa hafa ekkert vatn á heimili sínu. Þá er helmingur íbúa undir sautján ára aldri. Hingað og ekki lengra Nýlega kynnti innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, ný lög sem snúa eingöngu að íbúum Mayotte. Héðan í frá eru er ekki hægt að verða franskur ríkisborgari nema þú sért getinn af frönskum ríkisborgara. „Þetta eru gríðarlega sterk, skýr og róttækar aðgerðir, sem augljóslega eiga eingöngu við um Mayotte-eyjaklasann,“ hefur The Guardian eftir Darmanin. Hægri vængurinn vill ganga lengra Fjölmargir íbúar eyjunnar hafa mótmælt þessari umdeildu breytingu síðustu vikur en vinstri flokkar í Frakklandi segja þetta vera skýrt brot á stjórnarskrá landsins. Hægri flokkarnir vilja hins vegar ganga enn lengra og innleiða sömu reglu í öllu Frakklandi. „Macron talar mikið, en gerir ekki neitt. Við verðum að hætta að veita öllum þeim sem fæðast á franskri grundu ríkisborgararétt,“ hafði Éric Zemmour, fyrrverandi forsetaframbjóðandi á hægri vængnum, um málið að segja.
Frakkland Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira