Frakkar herða útlendingalög með umdeildri breytingu í Indlandshafi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 14:07 Börn á Mayotte. Getty/Gamma-Rapho Sem hluti af nýrri útlendingalöggjöf Frakklands munu þeir sem fæðast á eyjaklasanum Mayotte ekki lengur sjálfkrafa vera franskir ríkisborgarar. Íbúar klasans hafa mótmælt á götum úti í þrjár vikur vegna yfirvofandi breytinga. Norðan við Madagaskar og austur af ströndum Mósambík má finna eyjaklasann Mayotte. Landsvæði eyjunnar er 374 ferkílómetrar, svipað og Reykjavík og Kópavogur til samans. Þar búa 320 þúsund manns, lang flestir á stærstu eyju klasans, Grande-Terre, sem þýðist yfir á íslensku sem „Stórt-Land“. Fæðast sem Frakkar Mayotte hefur tilheyrt Frakklandi síðan árið 1841 og var um tíma oft talað um hana sem hluta af Kómoreyjum sem eru staðsettar ekki langt vestur af Mayotte. Árið 1975 fengu Kómorar sjálfstæði frá Frökkum en það vildu íbúar Mayotte ekki. Þeir kusu að halda áfram að vera undir stjórn Frakka og árið 2011 varð klasinn formlega „handanhafssýsla“ Frakka, það er sýsla innan Frakklands sem staðsett er í annarri heimsálfu. Íbúi þar hafði þar með nákvæmlega sömu réttindi og íbúi Frakklands á meginlandi Evrópu. Vegna þessa „handanhafssýslu“-stöðu innan franska stjórnkerfisins hafa allir innfæddir íbúar Mayotte fengið franskan ríkisborgararétt, sem og þeir sem fæðast þar í landi, óháð því hvers lenskir þeir eru. Við það hefur skapast stórt vandamál fyrir Frakka, sem er að fólk frá fátækari löndum nálægt Mayotte, til að mynda Kómoreyjum, flytur þangað í leit að betra lífi, og frönskum ríkisborgararétt fyrir börnin sín. Tæplega helmingur íbúa Mayotte eru erlendir ríkisborgarar en samkvæmt tölfræði frá árinu 2018 lifa 84 prósent íbúa undir fátæktarmörkunum. Fjörutíu prósent búa í bárujárnskofum, 34 prósent eru atvinnulausir og 29 prósent íbúa hafa ekkert vatn á heimili sínu. Þá er helmingur íbúa undir sautján ára aldri. Hingað og ekki lengra Nýlega kynnti innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, ný lög sem snúa eingöngu að íbúum Mayotte. Héðan í frá eru er ekki hægt að verða franskur ríkisborgari nema þú sért getinn af frönskum ríkisborgara. „Þetta eru gríðarlega sterk, skýr og róttækar aðgerðir, sem augljóslega eiga eingöngu við um Mayotte-eyjaklasann,“ hefur The Guardian eftir Darmanin. Hægri vængurinn vill ganga lengra Fjölmargir íbúar eyjunnar hafa mótmælt þessari umdeildu breytingu síðustu vikur en vinstri flokkar í Frakklandi segja þetta vera skýrt brot á stjórnarskrá landsins. Hægri flokkarnir vilja hins vegar ganga enn lengra og innleiða sömu reglu í öllu Frakklandi. „Macron talar mikið, en gerir ekki neitt. Við verðum að hætta að veita öllum þeim sem fæðast á franskri grundu ríkisborgararétt,“ hafði Éric Zemmour, fyrrverandi forsetaframbjóðandi á hægri vængnum, um málið að segja. Frakkland Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Norðan við Madagaskar og austur af ströndum Mósambík má finna eyjaklasann Mayotte. Landsvæði eyjunnar er 374 ferkílómetrar, svipað og Reykjavík og Kópavogur til samans. Þar búa 320 þúsund manns, lang flestir á stærstu eyju klasans, Grande-Terre, sem þýðist yfir á íslensku sem „Stórt-Land“. Fæðast sem Frakkar Mayotte hefur tilheyrt Frakklandi síðan árið 1841 og var um tíma oft talað um hana sem hluta af Kómoreyjum sem eru staðsettar ekki langt vestur af Mayotte. Árið 1975 fengu Kómorar sjálfstæði frá Frökkum en það vildu íbúar Mayotte ekki. Þeir kusu að halda áfram að vera undir stjórn Frakka og árið 2011 varð klasinn formlega „handanhafssýsla“ Frakka, það er sýsla innan Frakklands sem staðsett er í annarri heimsálfu. Íbúi þar hafði þar með nákvæmlega sömu réttindi og íbúi Frakklands á meginlandi Evrópu. Vegna þessa „handanhafssýslu“-stöðu innan franska stjórnkerfisins hafa allir innfæddir íbúar Mayotte fengið franskan ríkisborgararétt, sem og þeir sem fæðast þar í landi, óháð því hvers lenskir þeir eru. Við það hefur skapast stórt vandamál fyrir Frakka, sem er að fólk frá fátækari löndum nálægt Mayotte, til að mynda Kómoreyjum, flytur þangað í leit að betra lífi, og frönskum ríkisborgararétt fyrir börnin sín. Tæplega helmingur íbúa Mayotte eru erlendir ríkisborgarar en samkvæmt tölfræði frá árinu 2018 lifa 84 prósent íbúa undir fátæktarmörkunum. Fjörutíu prósent búa í bárujárnskofum, 34 prósent eru atvinnulausir og 29 prósent íbúa hafa ekkert vatn á heimili sínu. Þá er helmingur íbúa undir sautján ára aldri. Hingað og ekki lengra Nýlega kynnti innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, ný lög sem snúa eingöngu að íbúum Mayotte. Héðan í frá eru er ekki hægt að verða franskur ríkisborgari nema þú sért getinn af frönskum ríkisborgara. „Þetta eru gríðarlega sterk, skýr og róttækar aðgerðir, sem augljóslega eiga eingöngu við um Mayotte-eyjaklasann,“ hefur The Guardian eftir Darmanin. Hægri vængurinn vill ganga lengra Fjölmargir íbúar eyjunnar hafa mótmælt þessari umdeildu breytingu síðustu vikur en vinstri flokkar í Frakklandi segja þetta vera skýrt brot á stjórnarskrá landsins. Hægri flokkarnir vilja hins vegar ganga enn lengra og innleiða sömu reglu í öllu Frakklandi. „Macron talar mikið, en gerir ekki neitt. Við verðum að hætta að veita öllum þeim sem fæðast á franskri grundu ríkisborgararétt,“ hafði Éric Zemmour, fyrrverandi forsetaframbjóðandi á hægri vængnum, um málið að segja.
Frakkland Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira