Innlent

Full­trúar utan­ríkis­ráðu­neytisins í Kaíró

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu lögðu af stað til Egyptalands í gær.
Fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu lögðu af stað til Egyptalands í gær. Vísir/Vilhelm

Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins.

Samkvæmt Ægi Þór Eysteinssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins komu þeir til Kaíró seint í gærkvöldi og eru þrír talsins. 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir, María Lilja Þrastardóttir og Kristína Eiríksdóttir fóru til Egyptalands í síðustu viku og tókst að aðstoða tvær fjölskyldur frá Gasa. Ein þeirra er komin hingað til lands en önnur er í Kaíró. Þær gagnrýndu stjórnvöld harðlega fyrir að beita sér ekki fyrir því að þau sem hlytu dvalarleyfi kæmust til landsins.

Fjölskyldan sem komin er til Íslands samanstendur af þremur drengjum og móður þeirra sem fengu að hitta fjölskyldufaðirinn eftir rúmlega fimm ára aðskilnað á Leifsstöð.


Tengdar fréttir

Faðmlög og gleðitár í Leifsstöð eftir fimm ára aðskilnað

Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×