Ráðgátan um hundadauðann verður ekki leyst Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 09:50 Katla, Anett, Alpha, Nome, Lupo, Lunatic, Nagli, Lúsía, Navi og Lágfóta voru öll dáin í gerðinu þegar Askur sneri til baka. Rannsókn á dularfullum dauða tíu hunda á Austurlandi var hætt eftir að engar vísbendingar komu fram um hvað varð hundunum að aldurtila. Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum í hundagerði á sveitabænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal, upp af Breiðdalsvík á Austfjörðum. Askur sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann hafi ekki fundið neinar vísbendingar um hvað hefði getað valdið dauða allra tíu hundanna samtímis. „Það voru engir sjáanlegir áverkar. Ég þreifaði sjálfur á hundunum og fór svo út um allt gerðið í leit að einhverju sem gæti mögulega hafa orðið þeim að bana en fann ekkert,“ sagði Askur. Fyrst til MAST og svo til lögreglu Hundadauðinn fór upphaflega á borð Matvælastofnunar. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir MAST, sagði í samtali við Vísi í lok júlí síðastliðins að málið væri einstakt og stofnunin botnaði ekkert í því. Tveir hundanna hafi verið sendir í krufningu á tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. „Það er enn þá verið að bíða eftir frekari niðurstöðum úr krufningu. Þetta fór í eiturefnagreiningu og það tekur einhverjar vikur. Þannig þetta fór ekki lengra af okkar hálfu og við vísuðum þessu til lögreglu,“ sagði Sigurborg. Rannsókn lögreglu rann út í sandinn Í svari Lögreglunnar á Austurlandi við fyrirspurn Vísis segir að málið hafi verið sent lögreglu eftir að eiturefnagreining skilaði engum vísbendingum um hvað varð hundunum að aldurtila. Í kjölfarið hafi umhverfi hundanna meðal annars verið skoðað, veðurfar á þeim tíma sem atburðurinn varð og fleira sem gæti skýrt dauða tíu hunda á sama tíma. Þá hafi og verið rætt við fólk sem mögulega gæti haft vitneskju um málsatvik. Ekkert hafi þar komið fram sem varpað gæti ljósi á hvað gerðist eða af hvaða völdum. Rannsókn málsins hafi því verið hætt. Komi ný gögn fram í málinu sé þó unnt að taka rannsókn þess upp að nýju. Hundar Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Lögregla bíður eiturefnagreiningar vegna hundadauða Skyndilegur dauði tíu hunda á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Beðið eiturefnagreiningar á tveimur hræjunum. 25. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum í hundagerði á sveitabænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal, upp af Breiðdalsvík á Austfjörðum. Askur sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann hafi ekki fundið neinar vísbendingar um hvað hefði getað valdið dauða allra tíu hundanna samtímis. „Það voru engir sjáanlegir áverkar. Ég þreifaði sjálfur á hundunum og fór svo út um allt gerðið í leit að einhverju sem gæti mögulega hafa orðið þeim að bana en fann ekkert,“ sagði Askur. Fyrst til MAST og svo til lögreglu Hundadauðinn fór upphaflega á borð Matvælastofnunar. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir MAST, sagði í samtali við Vísi í lok júlí síðastliðins að málið væri einstakt og stofnunin botnaði ekkert í því. Tveir hundanna hafi verið sendir í krufningu á tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. „Það er enn þá verið að bíða eftir frekari niðurstöðum úr krufningu. Þetta fór í eiturefnagreiningu og það tekur einhverjar vikur. Þannig þetta fór ekki lengra af okkar hálfu og við vísuðum þessu til lögreglu,“ sagði Sigurborg. Rannsókn lögreglu rann út í sandinn Í svari Lögreglunnar á Austurlandi við fyrirspurn Vísis segir að málið hafi verið sent lögreglu eftir að eiturefnagreining skilaði engum vísbendingum um hvað varð hundunum að aldurtila. Í kjölfarið hafi umhverfi hundanna meðal annars verið skoðað, veðurfar á þeim tíma sem atburðurinn varð og fleira sem gæti skýrt dauða tíu hunda á sama tíma. Þá hafi og verið rætt við fólk sem mögulega gæti haft vitneskju um málsatvik. Ekkert hafi þar komið fram sem varpað gæti ljósi á hvað gerðist eða af hvaða völdum. Rannsókn málsins hafi því verið hætt. Komi ný gögn fram í málinu sé þó unnt að taka rannsókn þess upp að nýju.
Hundar Fjarðabyggð Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Lögregla bíður eiturefnagreiningar vegna hundadauða Skyndilegur dauði tíu hunda á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Beðið eiturefnagreiningar á tveimur hræjunum. 25. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59
Lögregla bíður eiturefnagreiningar vegna hundadauða Skyndilegur dauði tíu hunda á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Beðið eiturefnagreiningar á tveimur hræjunum. 25. ágúst 2023 10:29