Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2023 17:03 Katla, Anett, Alpha, Nome, Lupo, Lunatic, Nagli, Lúsía, Navi og Lágfóta voru öll dáin í gerðinu þegar Askur sneri til baka. Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. „Þetta er gjörsamlega búið að snúa lífinu á hvolf. Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum. Mér finnst ég ekki vera öruggur heima hjá mér og mun örugglega aldrei finna fyrir öryggi þar aftur nema hægt verði að útiloka að svona lagað geti gerst aftur,“ segir Askur. Askur býr á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal, upp af Breiðdalsvík á Austfjörðum. Hann er 23 ára gamall og starfar sem hundaþjálfari. Engir áverkar Þennan umrædda dag fór Askur í fimm tíma ferð að heiman en hundarnir voru úti í gerði á meðan. Þetta voru sex Síberíu Husky, einn Alaska husky og þrír Border Collie og Síberíu Husky blendingar. Katla, Anett, Alpha, Nome, Lupo, Lunatic, Nagli, Lúsía, Navi og Lágfóta. Þegar Askur sneri aftur fann hann þau öll dáin. „Það voru engir sjáanlegir áverkar. Ég þreifaði sjálfur á hundunum og fór svo út um allt gerðið í leit að einhverju sem gæti mögulega hafa orðið þeim að bana en fann ekkert,“ segir Askur. Gas, rafmagn eða eitur Askur segir að fyrsti dýralæknirinn sem hann talaði við hafi sagt að þetta gæti ekki hafa gerst vegna eitrunar. Ekkert eitur væri til sem myndi virka á svo skömmum tíma. Sá dýralæknir taldi hitakast líklegustu ástæðuna. Askur segist hins vegar hafa gengið úr skugga um að í gerðinu væri nóg af vatni og nóg af skugga ef ske kynni að hundunum yrði of heitt. Askur er 23 ára hundaþjálfari í Breiðdal. „Dýralæknar sem ég hef talað við eftir það hafa allir verið ósammála fyrsta dýralækninum og fundist gas, rafmagn eða eitrun líklegasta skýringin,“ segir Askur. Bíða niðurstöðu krufninga Að ráðleggingu dýralæknis voru hundarnir ekki frystir heldur kældir. Þurfti Askur að tæma ísskápinn til að koma tveimur þeirra fyrir þar. Eftir helgina var þeim svo komið í flug á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Þar eru þeir krufðir en Askur segist enn þá vera að bíða niðurstöðunnar. „Eina sem mig grunar er hreinlega að einhver hafi komið og drepið þau en á sama tíma vill ég ekki trúa að fólk sé nógu illa innrætt til þess,“ segir Askur. Hundunum hafi þó aldrei verið hótað. Ómetanlegur stuðningur fjölskyldu og vina Askur segist ekki vita hvað tekur nú við. Hundarnir hafi verið honum allt, fjölskylda, vinir, vinna og áhugamál. „Ef kemur í ljós að hundarnir hafi verið drepnir fer ég með þetta beint til lögreglunnar en þangað til er bara einn dagur tekinn í einu,“ segir Askur. Hann segist virkilega þakklátur fyrir stuðning móður sinnar og vina. Einnig er hann þakklátur fyrir að ekki allir hundarnir hans hafi dáið því einhverjir voru með honum í bílferðinni þegar atvikið átti sér stað. „Þau eru ástæðan fyrir því að ég er enn á lífi í dag og hafa hjálpað mér óendanlega mikið í gegnum þetta,“ segir hann að lokum. Komið til lögreglu Að sögn Sigurborgar Daðadóttur, yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun, er verið að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir hundunum. Krufning hafi farið fram og málið sé nú komið til lögreglu. Sigurborg segir málið ekki eiga sér fordæmi á Íslandi. Fjarðabyggð Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
„Þetta er gjörsamlega búið að snúa lífinu á hvolf. Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum. Mér finnst ég ekki vera öruggur heima hjá mér og mun örugglega aldrei finna fyrir öryggi þar aftur nema hægt verði að útiloka að svona lagað geti gerst aftur,“ segir Askur. Askur býr á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal, upp af Breiðdalsvík á Austfjörðum. Hann er 23 ára gamall og starfar sem hundaþjálfari. Engir áverkar Þennan umrædda dag fór Askur í fimm tíma ferð að heiman en hundarnir voru úti í gerði á meðan. Þetta voru sex Síberíu Husky, einn Alaska husky og þrír Border Collie og Síberíu Husky blendingar. Katla, Anett, Alpha, Nome, Lupo, Lunatic, Nagli, Lúsía, Navi og Lágfóta. Þegar Askur sneri aftur fann hann þau öll dáin. „Það voru engir sjáanlegir áverkar. Ég þreifaði sjálfur á hundunum og fór svo út um allt gerðið í leit að einhverju sem gæti mögulega hafa orðið þeim að bana en fann ekkert,“ segir Askur. Gas, rafmagn eða eitur Askur segir að fyrsti dýralæknirinn sem hann talaði við hafi sagt að þetta gæti ekki hafa gerst vegna eitrunar. Ekkert eitur væri til sem myndi virka á svo skömmum tíma. Sá dýralæknir taldi hitakast líklegustu ástæðuna. Askur segist hins vegar hafa gengið úr skugga um að í gerðinu væri nóg af vatni og nóg af skugga ef ske kynni að hundunum yrði of heitt. Askur er 23 ára hundaþjálfari í Breiðdal. „Dýralæknar sem ég hef talað við eftir það hafa allir verið ósammála fyrsta dýralækninum og fundist gas, rafmagn eða eitrun líklegasta skýringin,“ segir Askur. Bíða niðurstöðu krufninga Að ráðleggingu dýralæknis voru hundarnir ekki frystir heldur kældir. Þurfti Askur að tæma ísskápinn til að koma tveimur þeirra fyrir þar. Eftir helgina var þeim svo komið í flug á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Þar eru þeir krufðir en Askur segist enn þá vera að bíða niðurstöðunnar. „Eina sem mig grunar er hreinlega að einhver hafi komið og drepið þau en á sama tíma vill ég ekki trúa að fólk sé nógu illa innrætt til þess,“ segir Askur. Hundunum hafi þó aldrei verið hótað. Ómetanlegur stuðningur fjölskyldu og vina Askur segist ekki vita hvað tekur nú við. Hundarnir hafi verið honum allt, fjölskylda, vinir, vinna og áhugamál. „Ef kemur í ljós að hundarnir hafi verið drepnir fer ég með þetta beint til lögreglunnar en þangað til er bara einn dagur tekinn í einu,“ segir Askur. Hann segist virkilega þakklátur fyrir stuðning móður sinnar og vina. Einnig er hann þakklátur fyrir að ekki allir hundarnir hans hafi dáið því einhverjir voru með honum í bílferðinni þegar atvikið átti sér stað. „Þau eru ástæðan fyrir því að ég er enn á lífi í dag og hafa hjálpað mér óendanlega mikið í gegnum þetta,“ segir hann að lokum. Komið til lögreglu Að sögn Sigurborgar Daðadóttur, yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun, er verið að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir hundunum. Krufning hafi farið fram og málið sé nú komið til lögreglu. Sigurborg segir málið ekki eiga sér fordæmi á Íslandi.
Fjarðabyggð Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59