Vignir verður með í formannsslagnum Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 10:02 Vignir Már Þormóðsson býður sig fram til formanns KSÍ. Aðsend Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. Vignir Már Þormóðsson, sem sat í aðalstjórn KSÍ í tólf ár, tilkynnti í dag um framboð sitt. Frestur til að tilkynna um framboð rennur út á morgun. Áður höfðu Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson tilkynnt um framboð og því ljóst að þrír karlmenn sækjast eftir því að taka við af Vöndu Sigurgeirsdóttur þegar hún hættir. Vignir sat í aðalstjórn KSÍ á árunum 2007-2019, og sat þar af leiðandi í stjórn fyrstu tvö ár Guðna sem formanns á sínum tíma. Þess má einnig til gamans geta að Vignir og Þorvaldur, sem fæddir eru 1967 og 1966, voru samherjar hjá KA á sínum tíma og spiluðu saman eina skráða leik Vignis í efstu deild, árið 1987. Áður en Vignir settist í stjórn KSÍ var hann formaður knattspyrnudeildar KA frá 2000-2007. Síðustu tíu ár hefur hann verið starfandi eftirlitsmaður knattspyrnuleikja á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Í fréttatilkynningu um framboð sitt segir Vignir: „Ég þekki knattspyrnuhreyfinguna og innviði hennar vel, bæði hér heima og á alþjóðavísu, enda hefur íþróttin átt hug minn og hjarta frá því ég var ungur drengur. KSÍ gegnir afar veigamiklu samfélagslegu hlutverki en starfsemi sambandsins er umfangsmikil og teygir anga sína um allt land. Hlutverk sambandsins er meðal annars að vera andlit knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á afrekssviði með landsliðum sínum, sem hafa verið stolt okkar allra og borið hróður landsins um víða veröld. Ekki síður gegnir KSÍ mikilvægu hlutverki í ræktun á veigamiklu uppeldis- og grasrótarstarfi inni í félögunum, sem er bæði ómetanlegt og viðurkennt. Formaður KSÍ á að sameina allt áhugafólk um íþróttina í eina breiðfylkingu – ég tel mig mjög hæfan í það hlutverk. Eftir að hafa velt stöðu mála gaumgæfilega fyrir mér síðustu vikur hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins,“ KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Vignir Már Þormóðsson, sem sat í aðalstjórn KSÍ í tólf ár, tilkynnti í dag um framboð sitt. Frestur til að tilkynna um framboð rennur út á morgun. Áður höfðu Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson tilkynnt um framboð og því ljóst að þrír karlmenn sækjast eftir því að taka við af Vöndu Sigurgeirsdóttur þegar hún hættir. Vignir sat í aðalstjórn KSÍ á árunum 2007-2019, og sat þar af leiðandi í stjórn fyrstu tvö ár Guðna sem formanns á sínum tíma. Þess má einnig til gamans geta að Vignir og Þorvaldur, sem fæddir eru 1967 og 1966, voru samherjar hjá KA á sínum tíma og spiluðu saman eina skráða leik Vignis í efstu deild, árið 1987. Áður en Vignir settist í stjórn KSÍ var hann formaður knattspyrnudeildar KA frá 2000-2007. Síðustu tíu ár hefur hann verið starfandi eftirlitsmaður knattspyrnuleikja á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Í fréttatilkynningu um framboð sitt segir Vignir: „Ég þekki knattspyrnuhreyfinguna og innviði hennar vel, bæði hér heima og á alþjóðavísu, enda hefur íþróttin átt hug minn og hjarta frá því ég var ungur drengur. KSÍ gegnir afar veigamiklu samfélagslegu hlutverki en starfsemi sambandsins er umfangsmikil og teygir anga sína um allt land. Hlutverk sambandsins er meðal annars að vera andlit knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á afrekssviði með landsliðum sínum, sem hafa verið stolt okkar allra og borið hróður landsins um víða veröld. Ekki síður gegnir KSÍ mikilvægu hlutverki í ræktun á veigamiklu uppeldis- og grasrótarstarfi inni í félögunum, sem er bæði ómetanlegt og viðurkennt. Formaður KSÍ á að sameina allt áhugafólk um íþróttina í eina breiðfylkingu – ég tel mig mjög hæfan í það hlutverk. Eftir að hafa velt stöðu mála gaumgæfilega fyrir mér síðustu vikur hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins,“
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40
Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. 9. janúar 2024 10:19