Hraunflæðið kemur á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2024 11:25 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa komið sér á óvart að sjá hraun renna yfir Grindavíkurveg og veg að Bláa lóninu. Reynt hafi verið að verja heitavatnslögn á síðustu stundu í morgun. „Þetta kemur manni dálítið á óvart og er í raun og veru bara merkilegt og ekki góð tíðindi. Við erum búin að missa hér Grindavíkurveg og eins Bláa lónsveginn,“ segir Úlfar. Þetta kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Kristján Már Unnasson fréttamaður Stöðvar 2 og Einar Árnason tökumaður eru á vettvangi við Grindavíkurveg sem hraun rann yfir í morgun. Áður höfðu viðbragðsaðilar sagt í morgun að innviðum stafaði lítil hætta af hrauninu. Úlfar segir að sér sýnist sem svo að góður hraði sé á hrauninu. Um 300 metrar virðist vera í heitavatnslögn HS Veitna frá Svartsengi. Mikla athygli vakti að sjá mátti vinnumenn á gröfu við hraunið á vefmyndavél Vísis í morgun. Úlfar segir að þeir hafi verið að reyna að verja hitaveitulögnina. „Við sjáum það líka að þetta hraun liggur ekki upp að varnargarðinum en svo ertu með skarð þarna í garðinum aðeins lengra en menn eru viðbúnir að fylla upp í það ef þess gerist þörf.“ Vinnan vakti mikla athygli. Úlfar segir mestu hættuna sem stafi af hrauninu fyrir innviði vera fyrir vatnsbúskapinn. Þar sé heitavatnslögnin það sem máli skipti. Hann segi viðbragð það sama og verið hefur. Varðandi Grindvíkinga sem flutt hafa búslóð sína úr bænum undanfarna daga segir Úlfar að það sé nú allt til endurskoðunar. Ekki sé ljóst hvernig það verði en tiltölulega fáir íbúar hafi verið í bænum í gær. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23 Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57 Biðja fólk um að lækka á ofnum og ekki fara í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. 8. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
„Þetta kemur manni dálítið á óvart og er í raun og veru bara merkilegt og ekki góð tíðindi. Við erum búin að missa hér Grindavíkurveg og eins Bláa lónsveginn,“ segir Úlfar. Þetta kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Kristján Már Unnasson fréttamaður Stöðvar 2 og Einar Árnason tökumaður eru á vettvangi við Grindavíkurveg sem hraun rann yfir í morgun. Áður höfðu viðbragðsaðilar sagt í morgun að innviðum stafaði lítil hætta af hrauninu. Úlfar segir að sér sýnist sem svo að góður hraði sé á hrauninu. Um 300 metrar virðist vera í heitavatnslögn HS Veitna frá Svartsengi. Mikla athygli vakti að sjá mátti vinnumenn á gröfu við hraunið á vefmyndavél Vísis í morgun. Úlfar segir að þeir hafi verið að reyna að verja hitaveitulögnina. „Við sjáum það líka að þetta hraun liggur ekki upp að varnargarðinum en svo ertu með skarð þarna í garðinum aðeins lengra en menn eru viðbúnir að fylla upp í það ef þess gerist þörf.“ Vinnan vakti mikla athygli. Úlfar segir mestu hættuna sem stafi af hrauninu fyrir innviði vera fyrir vatnsbúskapinn. Þar sé heitavatnslögnin það sem máli skipti. Hann segi viðbragð það sama og verið hefur. Varðandi Grindvíkinga sem flutt hafa búslóð sína úr bænum undanfarna daga segir Úlfar að það sé nú allt til endurskoðunar. Ekki sé ljóst hvernig það verði en tiltölulega fáir íbúar hafi verið í bænum í gær.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23 Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57 Biðja fólk um að lækka á ofnum og ekki fara í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. 8. febrúar 2024 11:12 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8. febrúar 2024 10:23
Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. 8. febrúar 2024 10:57
Biðja fólk um að lækka á ofnum og ekki fara í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. 8. febrúar 2024 11:12