Fótbolti

Dregið í Meistara­deild: Natasha tekst á við Evrópumeistarana

Sindri Sverrisson skrifar
Natasha Anasi leikur í vörn Brann sem mun hafa nóg að gera gegn Evrópumeisturum Barcelona.
Natasha Anasi leikur í vörn Brann sem mun hafa nóg að gera gegn Evrópumeisturum Barcelona. Getty/Jan Kruger

Leiðin að úrslitaleiknum í Bilbao, í Meistaradeild kvenna í fótbolta, er nú orðin ljós fyrir liðin átta sem eftir standa í keppninni. Þar á meðal er eitt Íslendingalið.

Brann, sem Natasha Anasi spilar með, þarf að takast á við sjálfa ríkjandi Evrópumeistara Barcelona.

Benfica, liðið sem Svava Rós Guðmundsdóttir var að láni hjá, dróst gegn sigursælasta liði í sögu keppninnar, Lyon frá Frakklandi. Svava, sem hefur átt við meiðsli að stríða, er hins vegar farin aftur til Gotham í Bandaríkjunum þar sem lánsdvöl hennar er lokið.

Ef Brann og Benfica komast áfram í undanúrslit þá mætast þau ekki þar, en dregið var til undanúrslita einnig í dag.

Átta liða úrslitin fara fram 19./20. og 27./28. mars, og undanúrslitin fara fram 20./21. og 27./28. apríl. Úrslitaleikurinn fer fram 25. maí.

Átta liða úrslitin:

  • Brann - Barcelona
  • Benfica - Lyon
  • Ajax - Chelsea
  • Häcken - PSG

Undanúrslit:

  • Brann/Barcelona - Ajax/Chelsea
  • Benfica/Lyon - Häcken/PSG



Fleiri fréttir

Sjá meira


×