Enski boltinn

Gætu tapað stigum ef þeir reka Pochettino

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mauricio Pochettino situr í einu heitasta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Mauricio Pochettino situr í einu heitasta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. getty/James Gill

Það gæti reynst Chelsea dýrt að reka knattspyrnustjórann Mauricio Pochettino, ekki bara í milljónum talið heldur gæti liðið einnig tapað stigum á því.

Chelsea laut í lægra haldi fyrir Wolves, 2-4, á heimavelli á sunnudaginn. Bláliðar hafa valdið miklum vonbrigðum í vetur og eru í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Pochettino situr því í ansi heitu sæti. Það er þó eitt sem gæti bjargað starfi hans, allavega um stundarsakir.

Talið er að það myndi kosta Chelsea tíu milljónir punda að reka Pochettino. Chelsea hefur eytt miklu í leikmenn og ef Pochettino verður rekinn gæti félagið brotið fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar. Og það gæti kostað Chelsea stig í deildinni.

Todd Boehly, eigandi Chelsea, mun því eflaust hugsa sig tvisvar um áður en hann ákveður að segja Pochettino upp störfum.

Pochettino tók við Chelsea í sumar. Liðið hefur unnið fjórtán af 31 leik undir hans stjórn, gert sex jafntefli og tapað ellefu leikjum. Þrátt fyrir slæmt gengi í ensku úrvalsdeildinni er Chelsea þó komið í úrslit deildabikarsins þar sem liðið mætir Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×