Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2024 06:00 Camembert og Brie eru á barmi útrýmingar vegna stöðlunar í ostaframleiðslu. David Silverman/Getty Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. Vísindastofnun franska ríkisins (CNRS) greinir frá þessum fréttum. Staða flestra mygluosta er nokkuð slæm vegna ósjálfbærra framleiðslustaðla en camembert og brie eru þeir einu sem eru á barmi útrýmingar. Yfirvofandi útrýmingu má rekja til ofuráhersla ostaframleiðenda á albínóastofn sveppsins Penicillium camemberti. Til að viðhalda hýði ostanna hvítu frekar en marglitu var albinóastofninn sá eini sem hefur verið notaður. Þessi einsleitni í stofnavali hefur leitt til þess að það hefur dregið verulega úr erfðafræðilegri fjölbreytni P. camemberti. Vegna þessa ósjálfbæra vals á albínóastofninum blasir núna við að stofn sveppsins gæti dáið út og þar með væru Camembert og Brie orðnir útdauðir. Hurfu frá öðrum en hvítum Sveppurinn P. camemberti sem myndast á Camembert og Brie, sem eru nokkuð sambærilegir ostar, er upprunalega talinn hafa orðið náttúrulega í Frakklandi til þegar ostar voru geymdir í rökum kjöllurum. Eftir því sem ostaframleiðsla óx varð hagkvæmara að nota gró ræktuð í rannsóknastofum. Frá sjötta áratug síðustu aldar voru sveppirnir einræktaðir svo þeir yxu hraðar og myndu samræmast iðnaðarstöðlum hvað varðaði bragð, lit og kröfur um matvælaöryggi. Ostarnir voru þá enn nokkuð fjölbreyttir að lit, gráir, grænir og jafnvel appelsínugulir. Franskir ostaframleiðendur hafa einsett sér að viðhalda hvítu hýði.Getty Ostaframleiðendur í Normandí voru fyrstir til að nota albínóastofn sveppsins til að framleiða osta með hvítu hýði. Vísindamenn segja það hafa verið upphafið að vandanum. „Það sem gerist, rétt eins og þegar hvaða lífvera, hvort sem hún er stór eða smá, er beitt óhóflega harkalegu vali, er að erfðafræðilegur fjölbreytileiki þeirra rýrnar verulega,“ sagði Jeanne Ropars, vísindamaður við rannsóknastofu Paris-Saclay-háskóla í viðtali við Times. „Ostaframleiðendurnir gerður sér ekki grein fyrir að þeir hefðu valið staka lífveru, sem er ekki sjálfbært,“ sagði hún einnig. Aukin fjölbreytni eina leiðin til björgunar CNRS segir að þrátt fyrir að sveppurinn hafi upprunalega getað fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun hafi framleiðendur „notað kynlausu aðferðina og þannig framleitt einræktaða ættleggi til að viðhalda myglunni“. Sú aðferð skili samræmdari niðurstöðum en með tímanum feli það líka í sér rýrnun P. camemberti. Staðan er nú þannig að sveppurinn hefur bæði glatað hæfninni til kynæxlunar og hæfninni til að framleiða gró með kynlausri æxlun. Það hefur gert það að verkum að ostaframleiðendur eru í veruleg vandræðum með að finna nægilega mikið af gróum til að framleiða meiri ost. Eina leiðin til að bjarga ostinum, að sögn rannsóknarmannsins Tatiönu Giraud, er með því að auka erfðafræðilegan fjölbreytileikann með „kynæxlun milli ólíkra lífvera með mismunandi erfðamengi“. Það þýðir að unnendur brie og camembert myndu þurfa að sætta sig við töluvert meiri fjölbreytni í bragði, lit og áferð. Frakkland Matur Matvælaframleiðsla Sveppir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Vísindastofnun franska ríkisins (CNRS) greinir frá þessum fréttum. Staða flestra mygluosta er nokkuð slæm vegna ósjálfbærra framleiðslustaðla en camembert og brie eru þeir einu sem eru á barmi útrýmingar. Yfirvofandi útrýmingu má rekja til ofuráhersla ostaframleiðenda á albínóastofn sveppsins Penicillium camemberti. Til að viðhalda hýði ostanna hvítu frekar en marglitu var albinóastofninn sá eini sem hefur verið notaður. Þessi einsleitni í stofnavali hefur leitt til þess að það hefur dregið verulega úr erfðafræðilegri fjölbreytni P. camemberti. Vegna þessa ósjálfbæra vals á albínóastofninum blasir núna við að stofn sveppsins gæti dáið út og þar með væru Camembert og Brie orðnir útdauðir. Hurfu frá öðrum en hvítum Sveppurinn P. camemberti sem myndast á Camembert og Brie, sem eru nokkuð sambærilegir ostar, er upprunalega talinn hafa orðið náttúrulega í Frakklandi til þegar ostar voru geymdir í rökum kjöllurum. Eftir því sem ostaframleiðsla óx varð hagkvæmara að nota gró ræktuð í rannsóknastofum. Frá sjötta áratug síðustu aldar voru sveppirnir einræktaðir svo þeir yxu hraðar og myndu samræmast iðnaðarstöðlum hvað varðaði bragð, lit og kröfur um matvælaöryggi. Ostarnir voru þá enn nokkuð fjölbreyttir að lit, gráir, grænir og jafnvel appelsínugulir. Franskir ostaframleiðendur hafa einsett sér að viðhalda hvítu hýði.Getty Ostaframleiðendur í Normandí voru fyrstir til að nota albínóastofn sveppsins til að framleiða osta með hvítu hýði. Vísindamenn segja það hafa verið upphafið að vandanum. „Það sem gerist, rétt eins og þegar hvaða lífvera, hvort sem hún er stór eða smá, er beitt óhóflega harkalegu vali, er að erfðafræðilegur fjölbreytileiki þeirra rýrnar verulega,“ sagði Jeanne Ropars, vísindamaður við rannsóknastofu Paris-Saclay-háskóla í viðtali við Times. „Ostaframleiðendurnir gerður sér ekki grein fyrir að þeir hefðu valið staka lífveru, sem er ekki sjálfbært,“ sagði hún einnig. Aukin fjölbreytni eina leiðin til björgunar CNRS segir að þrátt fyrir að sveppurinn hafi upprunalega getað fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun hafi framleiðendur „notað kynlausu aðferðina og þannig framleitt einræktaða ættleggi til að viðhalda myglunni“. Sú aðferð skili samræmdari niðurstöðum en með tímanum feli það líka í sér rýrnun P. camemberti. Staðan er nú þannig að sveppurinn hefur bæði glatað hæfninni til kynæxlunar og hæfninni til að framleiða gró með kynlausri æxlun. Það hefur gert það að verkum að ostaframleiðendur eru í veruleg vandræðum með að finna nægilega mikið af gróum til að framleiða meiri ost. Eina leiðin til að bjarga ostinum, að sögn rannsóknarmannsins Tatiönu Giraud, er með því að auka erfðafræðilegan fjölbreytileikann með „kynæxlun milli ólíkra lífvera með mismunandi erfðamengi“. Það þýðir að unnendur brie og camembert myndu þurfa að sætta sig við töluvert meiri fjölbreytni í bragði, lit og áferð.
Frakkland Matur Matvælaframleiðsla Sveppir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“