Enski boltinn

„Þetta er liðsíþrótt, ekki tennis“

Dagur Lárusson skrifar
Mudryk og Sterling.
Mudryk og Sterling. Vísir/getty

Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, var spurður út í Mykhailo Mudryk, á fréttamannafundi sínum fyrir leik liðsins gegn Wolves um helgina.

Mudryk hefur þurft að sætta sig við varamannabekkinn að undanförnu en Pochettino virðist ekki vera nægilega sáttur með spialmennsku hans ef marka má svör hans.

„Hann er á bekknum núna og það er útaf frammistöðu hans að undanförnu. Ef frammistöður þínar eru góðar og þú ert bestur á hverri æfingu, þá ert þú ekki að bekknum,“ byrjaði Pochettino að að svara.

„Hann er augljóslega með mikla hæfileika og það eru miklir möguleikar í framtíð hans en hann verður að átta sig á því að þetta er liðsíþrótt, þetta er ekki tennis,“ endaði Pochettino að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×