Fótbolti

Richarli­s­on hætti snar­lega við að fagna gegn sínum gömlu fé­lögum

Siggeir Ævarsson skrifar
Richarlison biður stuðningsmenn Everton afsökunar á framferði sínu
Richarlison biður stuðningsmenn Everton afsökunar á framferði sínu vísir/Getty

Brasilíski framherjinn Richarlison hefur snögghitnað fyrir framan markið í síðustu leikjum eftir langa markaþurrð og kom Tottenham á bragðið á fjórðu mínútu gegn Everton en liðin eigast við á Goodison Park.

Richarlison lék fjögur tímabil með Everton áður en hann skipti yfir til Tottenham fyrir síðasta tímabil. Hann var lengi í gang og skoraði aðeins eitt mark í 27 deildarleikjum á síðasta tímabili en hefur nú skorað tíu mörk á þessu tímabili, þar af sjö í síðustu sjö leikjum og er kominn með tvö í dag.

Hann kom Tottenham yfir með laglegri afgreiðslu af stuttu færi í teignum í dag og virtist ætla að hlaupa af stað til að fagna marki sínu en snarstoppaði og ákvað að sýna sínum gömlu stuðningsmönnum léttan virðingarvott.

Richarlison kom Tottenham yfir á ný með marki á 41. mínútu en staðan í leiknum er 1-2 Tottenham í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×