Erlent

Einn hand­tekinn eftir hnífaárás í París

Lovísa Arnardóttir skrifar
Myndin er tekin á lestarstöðinni í morgun. Hermaður gætir vettvangsins.
Myndin er tekin á lestarstöðinni í morgun. Hermaður gætir vettvangsins. Vísir/AP

Karlmaður var handtekinn í París í morgun eftir að hann stakk þrjá á Gare de Lyon lestarstöðinni í París. Á vef AP kemur fram að lögregla hafi handtekið hann stuttu eftir árásina og að hann hafi notað beitt vopn í árásinni sem átti sér stað um klukkan átta í morgun.

Einn er í lífshættu en hin tvö voru minna slösuð. Lestarstöðin er ein sú stærsta í borginni en þar getur fólk bæði ferðast innan borgar og til annarra borga og bæja. Frétt AP.

Öryggisgæsla í París hefur verið aukin síðustu vikur vegna Ólympíuleikanna sem fara þar fram í sumar. Leikarnir hafa ekki verið haldnir þar í um eina öld en það má búast við því að um 10.500 íþróttamenn ferðist til borgarinnar til að taka þátt. 

Innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, þakkaði viðbragðsaðilum skjót viðbrögð þeirra í tilkynningu á samfélagsmiðlinum X. 

Ólympíueikarnir hefjast þann 26. júlí með stórri athöfn við ánna Signu sem rennur í gegnum borgina. Í frétt AP segir að síðustu vikur hafi árásum fjölgað í borginni og sem dæmi hafi maður myrt þýskan ferðamann við Eiffel-turninn í desember. Hann særði tvo aðra.

Fyrir um ári síðan voru sex særð í hnífaárás á annarri lestarstöð í París.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×