Innlent

Segja fyrir­vara á næsta gosi við Grinda­vík geta orðið stuttan

Kristján Már Unnarsson skrifar
Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, í Pallborðinu á Vísi í dag.
Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, í Pallborðinu á Vísi í dag. Vilhelm Gunnarsson

Jarðvísindamenn Veðurstofu og Háskóla Íslands segja að líkurnar á nýju eldgosi norðan Grindavíkur teljist núna verulegar og vara við að fyrirvarinn geti orðið stuttur. Þeir segja líklegt að á næstu tveimur vikum eða jafnvel dögum nái kvikumagnið í kvikuhólfinu undir Svartsengi svipuðu rúmmáli og var fyrir síðasta eldgos þann 14. janúar.

Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt brot úr þættinum Pallborðinu á Vísi í dag þar sem jarðvísindamennirnir Kristín Jónsdóttir og Magnús Tumi Guðmundssson, ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Rósu Guðbjartsdóttur, ræddu um þá ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum og jarðskjálftum. Jafnframt lýstu vísindamennirnir nýjasta mati sínu á stöðunni í Svartsengi og Grindavík.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:

Pallborðið í heild má sjá hér:


Tengdar fréttir

Hætta vegna hraun­flæðis meiri í nýju hættu­mat­skorti

Hætta vegna hraunflæðis í Grindavík hefur verið fært upp í mikla hættu á nýju hættumatskorti Veðurstofunnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að heildarhættumatið sé það sama hafi fyrir Grindavík hafi þetta breyst. Einnig er hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu metin mjög mikil.

Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík

Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. 

Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos

Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×