Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 17:00 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ var á meðal gesta í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ voru gestir Kristjáns Más Unnarssonar í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem jarðhræringar síðustu mánuða voru til umræðu. Aðspurð um hvenær íbúar Grindavíkur gætu snúið aftur til síns heima, segir Kristín ljóst að á meðan kvika streymi inn undir Svartsengi, sé hætta á ítrekuðum kvikuhlaupum og eldgosum í nágreni við Grindavík. „Og þessar sprungur sem hafa myndast í Grindavík eru heldur ekki að fara gróa saman af sjálfum sér. Ég held að við getum sagt að þegar við sjáum fram á að kvikuflæði inn undir Svartsengi lýkur og við sjáum allt róast, skjálftavirkni og svoleiðis, þá er hugsanlega tími til að fara að velta því fyrir sér.“ Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Magnús Tumi segir að gera verði greinarmun á búsetu í Grindavík eða því að nýta bæinn til vinnu. „Það er gríðarlega mikill munur á þessu. Þarna er mikið af innviðum, fiskvinnsla, höfn og allskonar. Það yrði gríðarlegt tjón ef þetta er allt látið ónýtast. Þess vegna verður að spyrja sig hvernig hægt sé að spila úr stöðunni.“ Við núverandi aðstæður gangi ekki að nokkur búi í Grindavík. En að fara inn í bæinn í átta til tíu tíma til að vinna sé allt annað. „ Ef það kemur aftur af stað hrina, þá kemur viðvörun. Þú ert kominn út í bíl eftir tíu mínútur, korter.“ Miðað við hvernig fyrri gos hafi hagað segir Magnús Tumi að hægt sé að gera ráð fyrir góðum fyrirvara, komi til eldgoss á ný. Sá fyrirvari hafi reyndar verið í lágmarki síðustu tvo gos. „Miðað við viðbragðstíma, þá er hægt að vera með starfsemi í bænum. Þar sem allir eru tilbúnir að yfirgefa staðinn ef eitthvað gerist.“ En ef einhver býr þarna, þarftu að geta slakað á, þarft að geta sofið og átt skemmtilegar stundir. „Það er bara ekki í boði í dag.“ Það þurfi því að lágmarka tjónið, nýta atvinnutæki í Grindavík eins og kostur er með ásættanlegri áhættu. „Það er algjörlega ljóst að við núverandi ástæður ekki hægt að búa í Grindavík. En það er hægt að vera þar í vinnu.“ Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem jarðvísindamennirnir eru spurðir hvað þurfi að gerast til að Grindvíkingar geti aftur flutt heim til sín: Grindavík Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira
Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ voru gestir Kristjáns Más Unnarssonar í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem jarðhræringar síðustu mánuða voru til umræðu. Aðspurð um hvenær íbúar Grindavíkur gætu snúið aftur til síns heima, segir Kristín ljóst að á meðan kvika streymi inn undir Svartsengi, sé hætta á ítrekuðum kvikuhlaupum og eldgosum í nágreni við Grindavík. „Og þessar sprungur sem hafa myndast í Grindavík eru heldur ekki að fara gróa saman af sjálfum sér. Ég held að við getum sagt að þegar við sjáum fram á að kvikuflæði inn undir Svartsengi lýkur og við sjáum allt róast, skjálftavirkni og svoleiðis, þá er hugsanlega tími til að fara að velta því fyrir sér.“ Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Magnús Tumi segir að gera verði greinarmun á búsetu í Grindavík eða því að nýta bæinn til vinnu. „Það er gríðarlega mikill munur á þessu. Þarna er mikið af innviðum, fiskvinnsla, höfn og allskonar. Það yrði gríðarlegt tjón ef þetta er allt látið ónýtast. Þess vegna verður að spyrja sig hvernig hægt sé að spila úr stöðunni.“ Við núverandi aðstæður gangi ekki að nokkur búi í Grindavík. En að fara inn í bæinn í átta til tíu tíma til að vinna sé allt annað. „ Ef það kemur aftur af stað hrina, þá kemur viðvörun. Þú ert kominn út í bíl eftir tíu mínútur, korter.“ Miðað við hvernig fyrri gos hafi hagað segir Magnús Tumi að hægt sé að gera ráð fyrir góðum fyrirvara, komi til eldgoss á ný. Sá fyrirvari hafi reyndar verið í lágmarki síðustu tvo gos. „Miðað við viðbragðstíma, þá er hægt að vera með starfsemi í bænum. Þar sem allir eru tilbúnir að yfirgefa staðinn ef eitthvað gerist.“ En ef einhver býr þarna, þarftu að geta slakað á, þarft að geta sofið og átt skemmtilegar stundir. „Það er bara ekki í boði í dag.“ Það þurfi því að lágmarka tjónið, nýta atvinnutæki í Grindavík eins og kostur er með ásættanlegri áhættu. „Það er algjörlega ljóst að við núverandi ástæður ekki hægt að búa í Grindavík. En það er hægt að vera þar í vinnu.“ Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem jarðvísindamennirnir eru spurðir hvað þurfi að gerast til að Grindvíkingar geti aftur flutt heim til sín:
Grindavík Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira