Innantómir fagurgalar og Dagur augljóslega mjög áhrifamikill Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2024 16:13 Hildur Björnsdóttir segir borgarstjóra boða innantóm átaksverkefni og tilgangslausa starfshópa. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri boðaði í dag sérstakan átakshóp í húsnæðismálum til að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fyrri átakshóp borgarstjórans sem hún segir að boðað hafi verið til árið 2022 aldrei hafa fundað. Sjálfur kannast borgarstjóri ekki við að hafa boðað slíkan hóp og segir uppbyggingu eiga að vera aðalatriði málsins. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að markmið nýs átakshóps verði að styðja við að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefjist á byggingarhæfum lóðum og að fyrirliggjandi skipulagsverkefni verði kláruð hratt og örugglega. Þá muni hópurinn meta ný svæði sem hentað geti til uppbyggingar. Vilja bregðast við samdrætti Tillagan var samþykkt í borgarráði í dag. Haft er eftir Einari Þorsteinssyni, borgarstjóra og oddvita Framsóknar, í tillögunni að þrátt fyrir að lóðaframboð borgarinnar hafi aukist á kjörtímabilinu og að hægt sé að byggja 2600 íbúðir á lóðum með samþykktu deiluskipulagi, hafi hægt á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. „Síðustu 12 mánuði hafa uppbyggingaraðilar búið við afar óhagstæð kjör á framkvæmdalánum vegna stöðunnar í hagkerfinu og hás vaxtastigs. Samkvæmt tölulegum upplýsingum borgarinnar er samdráttur í fjölda þeirra verkefna sem hefðu átt að hefjast á síðasta ári og samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins stefnir í áframhaldandi samdrátt í uppbyggingu íbúðahúsnæðis á landsvísu á þessu ári. Við þessari stöðu vill Reykjavíkurborg bregðast með því að setja af stað sérstakan átakshóp í húsnæðismálum með erindisbréfi.“ Brýningar þörf Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir í samtali við Vísi að Einar hafi boðað sambærilegt átak í húsnæðismálum í júní 2022. Það hafi átt að hefjast með stofnun þverpólitísks stýrihóps um málefnið. „Nú eru 20 mánuðir liðnir og aldrei nokkru sinni hefur verið boðaður fundir í hópnum. Nú er sami maðurinn tekinn við embætti borgarstjóra, og segir það aftur verða hans fyrsta verk að ráðast í átak í húsnæðismálum. Aftur með stofnun átakshóps, nema nú skipuðum fagfólki,“ segir Hildur. „Það er full ástæða til að senda borgarstjóra brýningu af þessu tilefni, að hann boði ekki í sífellu innantóm átaksverkefni og tilgangslausa hópa. Nú er nær helmingur liðinn af kjörtímabilinu, ekkert hefur þokast í húsnæðismálum og löngu tímabært að láta verkin tala.“ Erfitt að sjá fingraför Framsóknar á samstarfinu Hildur segir Framsókn hafa lofað uppbyggingu 3000 íbúa árlega kæmust þau til áhrifa. Á þessu ári geri áætlanir borgarinnar hins vegar aðeins ráð fyrir átta hundruð nýjum íbúðum. „Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar finna má fingraför Framsóknar í þessu meirihlutasamstarfi. Þau hafa nú snúið sér 180 gráður frá þeirri stefnu sem þau boðuðu í kosningum,“ segir Hildur. „Maður greinir varla nokkra breytingu á stjórn borgarinnar frá því sem áður var, enda er fyrrum borgarstjóri nú sestur í stól formanns borgarráðs og er augljóslega áfram mjög áhrifamikill. Innantómir fagurgalar hafa hingað til ekki skilað nokkrum árangri, allra síst í húsnæðismálum. Vandinn er uppsafnaður, hann eykst ár frá ári og er sérstaklega þungur akkurat núna með hliðsjón af stöðunni í Grindavík.“ Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segir mikilvægt að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis verði hraðað. Vísir/Arnar Málið eigi að snúast um uppbyggingu Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segist í samtali við Vísi ekki kannast við að hafa boðað umræddan átakshóp sem Hildur nefnir. Oddvitar hafi rætt óformlega sín á milli um samstarf. „En það er bara sjálfsagt ef hún vill vinna með mér í þessu. Það er bara fínt,“ segir Einar. Hann segir heila málið vera að hraða þurfi uppbyggingu. „Við erum núna að bregðast við því ástandi annars vegar að fjármagnsmarkaðir hafa verið erfiðir fyrir þá sem eru að byggja upp og þeir hafa margir ekki treyst sér til þess að fara af stað í nýframkvæmdir vegna þess að það er of dýrt að taka framkvæmdalán. Þetta er einn flöskuhálsinn.“ Einar segir annan flöskuhálsinn vera skipulagsmál, þar hafi málin gengið of hægt. Nefnir hann að Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins, hafi verið meðal þeirra sem bent hafi á það. „Það eru mörg verkefni í vinnslu í einu og nú vil ég setja á fót svona átakshóp þar sem við breytum verklaginu að því leyti að við drögum uppbyggingaraðilana að, skipulagsfólkið okkar, arkitektana og aðra sem þurfa að koma að hönnun nýrra verkefna. Þá næst þetta samtal sem tryggir það að það sé hægt að stytta þetta uppbyggingarferli. Þetta er bara algjört lykilatriði til þess að einfalda ákvarðanatöku, að það sé sameiginlegur skilningur á því hvernig uppbyggingin eigi að vera og við fáum meiri og hraðari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.“ Fréttin var uppfærð kl. 16:37 með viðbrögðum Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra Reykjavíkur. Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að markmið nýs átakshóps verði að styðja við að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefjist á byggingarhæfum lóðum og að fyrirliggjandi skipulagsverkefni verði kláruð hratt og örugglega. Þá muni hópurinn meta ný svæði sem hentað geti til uppbyggingar. Vilja bregðast við samdrætti Tillagan var samþykkt í borgarráði í dag. Haft er eftir Einari Þorsteinssyni, borgarstjóra og oddvita Framsóknar, í tillögunni að þrátt fyrir að lóðaframboð borgarinnar hafi aukist á kjörtímabilinu og að hægt sé að byggja 2600 íbúðir á lóðum með samþykktu deiluskipulagi, hafi hægt á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. „Síðustu 12 mánuði hafa uppbyggingaraðilar búið við afar óhagstæð kjör á framkvæmdalánum vegna stöðunnar í hagkerfinu og hás vaxtastigs. Samkvæmt tölulegum upplýsingum borgarinnar er samdráttur í fjölda þeirra verkefna sem hefðu átt að hefjast á síðasta ári og samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins stefnir í áframhaldandi samdrátt í uppbyggingu íbúðahúsnæðis á landsvísu á þessu ári. Við þessari stöðu vill Reykjavíkurborg bregðast með því að setja af stað sérstakan átakshóp í húsnæðismálum með erindisbréfi.“ Brýningar þörf Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir í samtali við Vísi að Einar hafi boðað sambærilegt átak í húsnæðismálum í júní 2022. Það hafi átt að hefjast með stofnun þverpólitísks stýrihóps um málefnið. „Nú eru 20 mánuðir liðnir og aldrei nokkru sinni hefur verið boðaður fundir í hópnum. Nú er sami maðurinn tekinn við embætti borgarstjóra, og segir það aftur verða hans fyrsta verk að ráðast í átak í húsnæðismálum. Aftur með stofnun átakshóps, nema nú skipuðum fagfólki,“ segir Hildur. „Það er full ástæða til að senda borgarstjóra brýningu af þessu tilefni, að hann boði ekki í sífellu innantóm átaksverkefni og tilgangslausa hópa. Nú er nær helmingur liðinn af kjörtímabilinu, ekkert hefur þokast í húsnæðismálum og löngu tímabært að láta verkin tala.“ Erfitt að sjá fingraför Framsóknar á samstarfinu Hildur segir Framsókn hafa lofað uppbyggingu 3000 íbúa árlega kæmust þau til áhrifa. Á þessu ári geri áætlanir borgarinnar hins vegar aðeins ráð fyrir átta hundruð nýjum íbúðum. „Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvar finna má fingraför Framsóknar í þessu meirihlutasamstarfi. Þau hafa nú snúið sér 180 gráður frá þeirri stefnu sem þau boðuðu í kosningum,“ segir Hildur. „Maður greinir varla nokkra breytingu á stjórn borgarinnar frá því sem áður var, enda er fyrrum borgarstjóri nú sestur í stól formanns borgarráðs og er augljóslega áfram mjög áhrifamikill. Innantómir fagurgalar hafa hingað til ekki skilað nokkrum árangri, allra síst í húsnæðismálum. Vandinn er uppsafnaður, hann eykst ár frá ári og er sérstaklega þungur akkurat núna með hliðsjón af stöðunni í Grindavík.“ Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segir mikilvægt að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis verði hraðað. Vísir/Arnar Málið eigi að snúast um uppbyggingu Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segist í samtali við Vísi ekki kannast við að hafa boðað umræddan átakshóp sem Hildur nefnir. Oddvitar hafi rætt óformlega sín á milli um samstarf. „En það er bara sjálfsagt ef hún vill vinna með mér í þessu. Það er bara fínt,“ segir Einar. Hann segir heila málið vera að hraða þurfi uppbyggingu. „Við erum núna að bregðast við því ástandi annars vegar að fjármagnsmarkaðir hafa verið erfiðir fyrir þá sem eru að byggja upp og þeir hafa margir ekki treyst sér til þess að fara af stað í nýframkvæmdir vegna þess að það er of dýrt að taka framkvæmdalán. Þetta er einn flöskuhálsinn.“ Einar segir annan flöskuhálsinn vera skipulagsmál, þar hafi málin gengið of hægt. Nefnir hann að Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins, hafi verið meðal þeirra sem bent hafi á það. „Það eru mörg verkefni í vinnslu í einu og nú vil ég setja á fót svona átakshóp þar sem við breytum verklaginu að því leyti að við drögum uppbyggingaraðilana að, skipulagsfólkið okkar, arkitektana og aðra sem þurfa að koma að hönnun nýrra verkefna. Þá næst þetta samtal sem tryggir það að það sé hægt að stytta þetta uppbyggingarferli. Þetta er bara algjört lykilatriði til þess að einfalda ákvarðanatöku, að það sé sameiginlegur skilningur á því hvernig uppbyggingin eigi að vera og við fáum meiri og hraðari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.“ Fréttin var uppfærð kl. 16:37 með viðbrögðum Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra Reykjavíkur.
Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira