Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 17:00 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ var á meðal gesta í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ voru gestir Kristjáns Más Unnarssonar í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem jarðhræringar síðustu mánuða voru til umræðu. Aðspurð um hvenær íbúar Grindavíkur gætu snúið aftur til síns heima, segir Kristín ljóst að á meðan kvika streymi inn undir Svartsengi, sé hætta á ítrekuðum kvikuhlaupum og eldgosum í nágreni við Grindavík. „Og þessar sprungur sem hafa myndast í Grindavík eru heldur ekki að fara gróa saman af sjálfum sér. Ég held að við getum sagt að þegar við sjáum fram á að kvikuflæði inn undir Svartsengi lýkur og við sjáum allt róast, skjálftavirkni og svoleiðis, þá er hugsanlega tími til að fara að velta því fyrir sér.“ Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Magnús Tumi segir að gera verði greinarmun á búsetu í Grindavík eða því að nýta bæinn til vinnu. „Það er gríðarlega mikill munur á þessu. Þarna er mikið af innviðum, fiskvinnsla, höfn og allskonar. Það yrði gríðarlegt tjón ef þetta er allt látið ónýtast. Þess vegna verður að spyrja sig hvernig hægt sé að spila úr stöðunni.“ Við núverandi aðstæður gangi ekki að nokkur búi í Grindavík. En að fara inn í bæinn í átta til tíu tíma til að vinna sé allt annað. „ Ef það kemur aftur af stað hrina, þá kemur viðvörun. Þú ert kominn út í bíl eftir tíu mínútur, korter.“ Miðað við hvernig fyrri gos hafi hagað segir Magnús Tumi að hægt sé að gera ráð fyrir góðum fyrirvara, komi til eldgoss á ný. Sá fyrirvari hafi reyndar verið í lágmarki síðustu tvo gos. „Miðað við viðbragðstíma, þá er hægt að vera með starfsemi í bænum. Þar sem allir eru tilbúnir að yfirgefa staðinn ef eitthvað gerist.“ En ef einhver býr þarna, þarftu að geta slakað á, þarft að geta sofið og átt skemmtilegar stundir. „Það er bara ekki í boði í dag.“ Það þurfi því að lágmarka tjónið, nýta atvinnutæki í Grindavík eins og kostur er með ásættanlegri áhættu. „Það er algjörlega ljóst að við núverandi ástæður ekki hægt að búa í Grindavík. En það er hægt að vera þar í vinnu.“ Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem jarðvísindamennirnir eru spurðir hvað þurfi að gerast til að Grindvíkingar geti aftur flutt heim til sín: Grindavík Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ voru gestir Kristjáns Más Unnarssonar í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem jarðhræringar síðustu mánuða voru til umræðu. Aðspurð um hvenær íbúar Grindavíkur gætu snúið aftur til síns heima, segir Kristín ljóst að á meðan kvika streymi inn undir Svartsengi, sé hætta á ítrekuðum kvikuhlaupum og eldgosum í nágreni við Grindavík. „Og þessar sprungur sem hafa myndast í Grindavík eru heldur ekki að fara gróa saman af sjálfum sér. Ég held að við getum sagt að þegar við sjáum fram á að kvikuflæði inn undir Svartsengi lýkur og við sjáum allt róast, skjálftavirkni og svoleiðis, þá er hugsanlega tími til að fara að velta því fyrir sér.“ Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Magnús Tumi segir að gera verði greinarmun á búsetu í Grindavík eða því að nýta bæinn til vinnu. „Það er gríðarlega mikill munur á þessu. Þarna er mikið af innviðum, fiskvinnsla, höfn og allskonar. Það yrði gríðarlegt tjón ef þetta er allt látið ónýtast. Þess vegna verður að spyrja sig hvernig hægt sé að spila úr stöðunni.“ Við núverandi aðstæður gangi ekki að nokkur búi í Grindavík. En að fara inn í bæinn í átta til tíu tíma til að vinna sé allt annað. „ Ef það kemur aftur af stað hrina, þá kemur viðvörun. Þú ert kominn út í bíl eftir tíu mínútur, korter.“ Miðað við hvernig fyrri gos hafi hagað segir Magnús Tumi að hægt sé að gera ráð fyrir góðum fyrirvara, komi til eldgoss á ný. Sá fyrirvari hafi reyndar verið í lágmarki síðustu tvo gos. „Miðað við viðbragðstíma, þá er hægt að vera með starfsemi í bænum. Þar sem allir eru tilbúnir að yfirgefa staðinn ef eitthvað gerist.“ En ef einhver býr þarna, þarftu að geta slakað á, þarft að geta sofið og átt skemmtilegar stundir. „Það er bara ekki í boði í dag.“ Það þurfi því að lágmarka tjónið, nýta atvinnutæki í Grindavík eins og kostur er með ásættanlegri áhættu. „Það er algjörlega ljóst að við núverandi ástæður ekki hægt að búa í Grindavík. En það er hægt að vera þar í vinnu.“ Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem jarðvísindamennirnir eru spurðir hvað þurfi að gerast til að Grindvíkingar geti aftur flutt heim til sín:
Grindavík Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira