Fótbolti

Mancini baðst af­sökunar á því að hafa farið áður en víta­keppnin kláraðist

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, þjálfari Sádi Arabíu, tekur í höndina á Jurgen Klinsmann, þjálfara Suður-Kóreu, fyrir leikinn.
Roberto Mancini, þjálfari Sádi Arabíu, tekur í höndina á Jurgen Klinsmann, þjálfara Suður-Kóreu, fyrir leikinn. Getty/ Zhizhao Wu

Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Sádi Arabíu, sá liðið sitt detta úr leik í Asíukeppnini í gær eða samt ekki því hann yfirgaf leikinn áður en hann kláraðist

Mancini sást ganga til búningsklefa áður Suður-Kóreumenn tryggðu sér sigurinn í vítakeppni.

Lið Sádana sá á eftir leiknum í framlengingu með því að á sig jöfnunarmark á níundu mínútu í uppbótatíma venjulegs leiktíma.

Leikmenn Mancini voru svo grátlega nálægt sigrinum en þeir klikkuðu aftur á móti á tveimur vítaspyrnum í vítakeppninni.

Mancini var farinn inn í klefa þegar Hwang Hee-Chan tók síðustu spyrnu Suður-Kóreu og tryggði þjóð sinni sæti í átta liða úrslitin en vítakeppnin fór 4-2 fyrir Kóreu.

Suður-Kóreumenn mæta Ástralíu í átta liða úrslitunum á föstudaginn. Þjálfari kóreyska liðsins er Jurgen Klinsmann.

„Ég biðst afsökunar á því að hafa farið of snemma. Ég hélt að þetta væri búið. Ég vildi ekki sýna neinum óvirðingu,“ sagði Roberto Mancini.

„Ég vil þakka mínum leikmönnum fyrir þeirra framlag. Þeir eru að bæta sig mikið,“ sagði Mancini.

„Við sem hópur höfum bætt okkur mikið. Við vorum saman í einn mánuð fyrir Asíukeppnina og það var mikilvægt,“ sagði Mancini.

Abdullah Radif kom Sádi Arabíu í 1-0 á 46. mínútu en Cho Gue-Sung jafnaði með skallamarki á níundu mínútu í uppbótatíma.

Jo Hyeon-Woo, markvörður Suður-Kóreumanna, varði víti frá bæði Sami Al Naji and Abdulrahman Ghareeb í vítakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×