Samkvæmt yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar urðu einnig umferðarslys í hverfum 101, 104 og 113. Engin slys urðu á fólki en einhverjar skemmdir á bifreiðununum.
Lögregla hafði einnig afskipti af ökumönnum sem lágu undir grun um að vera undir áhrifum. Einn var látinn laus eftir sýnatöku en í öðru tilviki var ökumaður látinn blása og reyndist allsgáður. Þar kom í ljós að um var að ræða erlendan ferðamann, sem sagðist óöruggur undir stýri við vetraraðstæður.
Farþegi sagðist öruggari ökumaður og tók við stjórn bifreiðarinnar.
Einn var stöðvaður vegna notkunar farsíma án handfrjáls búnaðar og reyndist einnig vera undir áhrifum vímuefna. Var hann handtekinn en látinn laus að lokinni sýnatöku.
Tveir voru handteknir í póstnúmerinu 105, grunaðir um fíkniefnamisferli. Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í póstnúmerinu 109 en þar reyndist á ferð blásaklaus blaðberi.