Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2024 10:46 Málið varðar ákvörðun lögreglunnar að hætta rannsókn á strokulöxum úr sjókvíeldi í Patreksfirði. Vísir/Arnar Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. Þetta kemur fram í svörum Ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Þar kemur jafnframt fram að kærurnar bárust bæði frá einstaklingum og lögpersónum, það er að segja stofnunum, félagasamtökum eða fyrirtækjum. Saksóknari segist að öðru leyti ekki geta gefið upp hverjir kærðu ákvörðunina. Málið varðar það þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Lögregla hóf rannsókn á málinu í kjölfar kæru Matvælastofnunar sem vísaði til laga um fiskeldi og sagði að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. Lögreglan á Vestfjörðum greindi frá því rétt fyrir jól að rannsókninni væri hætt. Í bréfi lögreglustjórans sagði að ekki væri talinn grundvöllur til að halda henni áfram þar sem „gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hafi verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings og sakir séu miklar.“ Greint var frá því í gær að Matvælastofnun hefði kært ákvörðunina. Í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin teldi nauðsynlegt að „rannsaka nánar tildrög og orsakir stroksins, sem og að fá afstöðu ríkissaksóknara um afgreiðslu málsins.“ Í lok desembermánaðar sagði Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, að samtökin hygðust kæra ákvörðunina. Gunnar fullyrti í samtali við fréttastofu að „vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli er algjört.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Lögreglumál Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 4. janúar 2024 22:53 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20 Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Þar kemur jafnframt fram að kærurnar bárust bæði frá einstaklingum og lögpersónum, það er að segja stofnunum, félagasamtökum eða fyrirtækjum. Saksóknari segist að öðru leyti ekki geta gefið upp hverjir kærðu ákvörðunina. Málið varðar það þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Lögregla hóf rannsókn á málinu í kjölfar kæru Matvælastofnunar sem vísaði til laga um fiskeldi og sagði að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. Lögreglan á Vestfjörðum greindi frá því rétt fyrir jól að rannsókninni væri hætt. Í bréfi lögreglustjórans sagði að ekki væri talinn grundvöllur til að halda henni áfram þar sem „gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvínna hafi verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings og sakir séu miklar.“ Greint var frá því í gær að Matvælastofnun hefði kært ákvörðunina. Í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin teldi nauðsynlegt að „rannsaka nánar tildrög og orsakir stroksins, sem og að fá afstöðu ríkissaksóknara um afgreiðslu málsins.“ Í lok desembermánaðar sagði Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, að samtökin hygðust kæra ákvörðunina. Gunnar fullyrti í samtali við fréttastofu að „vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli er algjört.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Lögreglumál Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 4. janúar 2024 22:53 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20 Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 4. janúar 2024 22:53
Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. 21. desember 2023 09:20
Grunur um mikið magn strokulaxa: „Þetta er umhverfisslys“ Grunur er um það að strokulax hafi komist mjög víða í ár á Vestfjörðum og allt að ám í Húnavatnssýslu. Tæpar tvær vikur eru frá því að greint var frá gati á sjókvíum í Patreksfirði. Veiðimenn furða sig á litlu eftirliti Fiskistofu og hafa miklar áhyggjur af villta íslenska stofninum. 7. september 2023 08:01